Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 13:38 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Dagur B. Eggertsson virðast vera á öndverðum meiði. Vísir/Arnar/Baldur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir í samgöngusáttmála ríkis og borgar muni gera samgöngur á höfuðborginni betri fyrir alla, Sigmundur óttast hins vegar að borgarlínan geti komið sveitarfélögunum í fjárhagsvandræði. Leiðin er nú greið fyrir borgarlínuna eftir að Alþingi veitti heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Á öndverðum meiði Þeir Dagur og Sigmundur Davíð virðast vera á öndverðum meiði um borgarlínuna en flokkur Sigmundar var sakaður um málþóf í umræðum um málið á þingi á dögunum. Sigmundur segist hafa þungar áhyggjur af því að kostnaður við framkvæmdir geti farið úr böndunum. „Þetta er dæmigert innviðaverkefni, vanhugsað innviðaverkefni sem er til þess fallið að koma sveitarfélögum í langvarandi fjárhagsleg vandræði og þar með auka skattlagningu á íbúana. Markmið með þessu öllu, eða afleiðingin að minnsta kosti, er sú að þrengja annarri umferð og þar með láta fólk borga meira, langflesta, borga meira, fyrir að sitja lengur fastur í umferðinni,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið við þá félaga í heild sinni hér að neðan. Hann segir áætlaðan kostnað við framkvæmdina vera á reiki, en samgöngusáttmálinn sem meðal inniheldur borgarlínuna er upp á 120 milljarða sem skiptist á milli ríkisins, sveitarfélaga og tekna sem eiga að koma frá notendum. „Svo er það kostnaðurinn. Hann virðist algjörlega vera í lausu lofti. Það virðist enginn vita hvað þetta muni kosta. Menn slá fram einhverjum tölum, 70-80 milljarðar, og miðað þá við eitthvað kílómetraverð úr erlendum borgum,“ sagði Sigmundur Davíð. Pólítísk sátt þvert á flokka og sveitarfélög að mati Dags Borgarstjóri lagði hins vegar áherslu á það að samgöngusáttmálinn væri niðurstaða þverpólítisks samráðs á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Málið hefði ekki fæðst á einu eftirmiðdegi. „Heldur fóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stórum hluta í samvinnu við Vegagerðina í valkostagreiningu fyrir allnokkrum árum. Það var bæði skoðaðir valkostir varðandi þróun byggðar og varðandi mismunandi samsetningar og áherslur í samgöngumálum og samgöngukerfinu. Stóra verkefnið í þessu er að tækla stöðu samgöngumála eins og það er í dag en líka hugsa fyrir því að á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin mun okkur fjölga um 70 þúsund. Þetta fólk þarf auðvitað að búa einhvers staðar,“ sagði Dagur. Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem verða teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023.Borgarlína Því þyrfti að finna lausn til þess að búa til skilvirka samgönguneti sem tæki til allra faramáta, sem á sama tíma myndi gagnast þeim sem þegar búa á höfuðborgarsvæðinu „Þess vegna var stillt upp mismunandi leiðum í þessu og lagst yfir það þvert á sveitarfélög, þvert á pólitík, þvert á flokka með besta hugviti og ráðgjöf sem við áttum til úr hópi sérfræðinga. Þessi trausti grunnur og þessi blandaða leið með borgarlínu og stofnvegaframkvæmdum, ekki síður heildstæðu hjólastíganeti og svo framvegis nýtur stuðnings svo margra þvert á flokka,“ sagði Dagur. Ástæðan væri einföld. „Þetta er betra fyrir alla sem ætla að ferðast hér í umferðinni. Ekki bara þá sem vilja ferðast með almenningssamgöngum, ekki bara fyrir þá sem vilja hjóla heldur líka fyrir þá sem vilja ferðast einir í bíl.“ Samgöngur Borgarlína Sprengisandur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Dagur segir að framkvæmdirnar sem gert er ráð fyrir í samgöngusáttmála ríkis og borgar muni gera samgöngur á höfuðborginni betri fyrir alla, Sigmundur óttast hins vegar að borgarlínan geti komið sveitarfélögunum í fjárhagsvandræði. Leiðin er nú greið fyrir borgarlínuna eftir að Alþingi veitti heimild til þess að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Málið varðar samgöngusáttmálann svokallaða sem ríkið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu í september og varðar meðal annars borgarlínuverkefnið. Á öndverðum meiði Þeir Dagur og Sigmundur Davíð virðast vera á öndverðum meiði um borgarlínuna en flokkur Sigmundar var sakaður um málþóf í umræðum um málið á þingi á dögunum. Sigmundur segist hafa þungar áhyggjur af því að kostnaður við framkvæmdir geti farið úr böndunum. „Þetta er dæmigert innviðaverkefni, vanhugsað innviðaverkefni sem er til þess fallið að koma sveitarfélögum í langvarandi fjárhagsleg vandræði og þar með auka skattlagningu á íbúana. Markmið með þessu öllu, eða afleiðingin að minnsta kosti, er sú að þrengja annarri umferð og þar með láta fólk borga meira, langflesta, borga meira, fyrir að sitja lengur fastur í umferðinni,“ sagði Sigmundur Davíð á Sprengisandi í morgun. Hlusta má á viðtalið við þá félaga í heild sinni hér að neðan. Hann segir áætlaðan kostnað við framkvæmdina vera á reiki, en samgöngusáttmálinn sem meðal inniheldur borgarlínuna er upp á 120 milljarða sem skiptist á milli ríkisins, sveitarfélaga og tekna sem eiga að koma frá notendum. „Svo er það kostnaðurinn. Hann virðist algjörlega vera í lausu lofti. Það virðist enginn vita hvað þetta muni kosta. Menn slá fram einhverjum tölum, 70-80 milljarðar, og miðað þá við eitthvað kílómetraverð úr erlendum borgum,“ sagði Sigmundur Davíð. Pólítísk sátt þvert á flokka og sveitarfélög að mati Dags Borgarstjóri lagði hins vegar áherslu á það að samgöngusáttmálinn væri niðurstaða þverpólítisks samráðs á milli sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Málið hefði ekki fæðst á einu eftirmiðdegi. „Heldur fóru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stórum hluta í samvinnu við Vegagerðina í valkostagreiningu fyrir allnokkrum árum. Það var bæði skoðaðir valkostir varðandi þróun byggðar og varðandi mismunandi samsetningar og áherslur í samgöngumálum og samgöngukerfinu. Stóra verkefnið í þessu er að tækla stöðu samgöngumála eins og það er í dag en líka hugsa fyrir því að á höfuðborgarsvæðinu næstu 20 árin mun okkur fjölga um 70 þúsund. Þetta fólk þarf auðvitað að búa einhvers staðar,“ sagði Dagur. Á þessari mynd má sjá fyrstu 25 stöðvarnar sem verða teknar í notkun í fyrsta áfanga Borgarlínu árið 2023.Borgarlína Því þyrfti að finna lausn til þess að búa til skilvirka samgönguneti sem tæki til allra faramáta, sem á sama tíma myndi gagnast þeim sem þegar búa á höfuðborgarsvæðinu „Þess vegna var stillt upp mismunandi leiðum í þessu og lagst yfir það þvert á sveitarfélög, þvert á pólitík, þvert á flokka með besta hugviti og ráðgjöf sem við áttum til úr hópi sérfræðinga. Þessi trausti grunnur og þessi blandaða leið með borgarlínu og stofnvegaframkvæmdum, ekki síður heildstæðu hjólastíganeti og svo framvegis nýtur stuðnings svo margra þvert á flokka,“ sagði Dagur. Ástæðan væri einföld. „Þetta er betra fyrir alla sem ætla að ferðast hér í umferðinni. Ekki bara þá sem vilja ferðast með almenningssamgöngum, ekki bara fyrir þá sem vilja hjóla heldur líka fyrir þá sem vilja ferðast einir í bíl.“
Samgöngur Borgarlína Sprengisandur Tengdar fréttir Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 „Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
„Ímyndaðu þér nýtt samgöngunet“ Næsta stopp er gagnvirk sýning þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu, Strætó, hjólastíga og deililausna eru gerð skil á áhugaverðan hátt. Sýningin er hluti af HönnunarMars hátíðinni í ár og stendur yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur til 24.júní. 19. júní 2020 07:00