Mótmælandi sem ekið var á í Seattle látinn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 19:43 Viðbragðsaðilar huga að slösuðum mótmælenda eftir að ökumaður ók inn í hóp þeirra á hraðbraut við Seattle á aðfaranótt laugardags. AP/James Anderson Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir. Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira
Kona á þrítugsaldri sem stóð í hópi mótmælenda þegar ökumaður ók bíl sínum á fólkið í Seattle í Bandaríkjunum er látin af sárum sínum. Annar mótmælandi liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Ökumaðurinn er í haldi lögreglunnar. Atvikið átti sér stað á I-5 hraðbrautinni við Seattle á aðfaranótt laugardags. Þar hafði hópur safnast saman til þess að mótmæla lögregluofbeldi og var hluta hraðbrautarinnar lokað vegna þess. Ökumaður hvítrar Jagúarbifreiðar ók bíl sínum fram hjá bifreiðum ríkislögreglunnar sem lokuðu veginum og keyrði inn í hóp mótmælendanna. Summer Taylor, 24 ára gömul, lést af sárum sem hún hlaut þegar bílnum var ekið á hana í gærkvöldi. Diaz Love, 32 ára, slasaðist einnig alvarlega og er í alvarlegu ástandi á sjúkrahúsi, að sögn AP-fréttastofunnar. Ökuamður bifreiðarinnar, Dawit Kelete, flúði vettvangi en einn mótmælendanna elti hann á bíl og náði að stöðva för hans áður en lögreglumenn bar að sem handtóku Kelete. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi sakaður um líkamsárás með ökutæki. Samkvæmt dómskjölum var þungt yfir honum þegar hann var handtekinn og er hann sagður hafa spurt um líðan mótmælendanna. Hvorki liggur fyrir hvað Kelete gekk til né hvernig hann komst á hraðbrautina sem ríkislögreglan hafði lokað meira en klukkustund áður en hann ók inn í hópinn. Lögregluna grunar að Kelete hafi ekið gegn akstursstefnu upp frárein áður en hann ók fram hjá vegartálmum sem lokuðu hraðbrautinni. Umfangsmikil mótmæli hafa geisað í Seattle eftir dráp lögreglumanna á George Floyd, óvopnuðum blökkumanni, í Minneapolis í maí. Mótmælendur hafa meðal annars lokað hraðbrautinni nítján daga í röð. Ríkislögreglan í Washington segir að mótmæli þar verði nú bönnuð og að mótmælendur sem safnast þar saman verði handteknir.
Bandaríkin Dauði George Floyd Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Sjá meira