Kórónuveirutilfellum á heimsvísu aldrei fjölgað meira Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2020 06:35 Starfsmaður kirkjugarðs í Nova Iguacu í Brasilíu, klæddur hlífðarfatnaði til þess að koma í veg fyrir smit. Leo Correa/AP Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Tilfellum kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hefur aldrei fjölgað meira á heimsvísu en síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Alls greindust 212.326 tilfelli í heiminum síðasta sólarhringinn. Frá þessu er greint á vef Sky-fréttastofunnar. Þar segir að flest smit hafi greinst í Bandaríkjunum, Brasilíu og á Indlandi. Fyrra metið fyrir fjölda smita á einum sólarhring var 189.077, þann 28. júní síðastliðinn. Alls greindust 53.213 tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum á síðasta sólarhringnum. Í Brasilíu reyndust þau 48.105 og á Indlandi 22.771. Í allri Evrópu greindust þá 19.694 tilfelli. Samkvæmt WHO hafa alls 10,9 milljónir manna greinst með veiruna og rúmlega 523 þúsund látið lífið af völdum hennar. Illa hefur gengið að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar í Bandaríkjunum, sem er það ríki sem á flest tilfelli hennar. Í Flórída-ríki greindust til að mynda 11.445 ný tilfelli, og er heildarfjöldi þeirra sem greinst hafa í ríkinu nú kominn yfir 190 þúsund. Eins hefur tilfellum í Texas fjölgað tiltölulega hratt á stuttum tíma. Á dögunum var einnig slegið met í fjölda greindra tilfella á einum degi í Alabama. Í Ástralíu og norðausturhluta Spánar hafa yfirvöld komið á útgöngubönnum á ákveðnum svæðum, til þess að bregðast við hópsmitum. Í Bretlandi er hins vegar verið að slaka á samkomutakmörkunum, en á laugardag opnuðu krár og hárgreiðslustofur dyr sínar fyrir viðskiptavinum, í fyrsta sinn í þrjá mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Indland Bretland Spánn Brasilía Ástralía Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira