Ætla aðeins að greina frá góðum fréttum Stefán Árni Pálsson skrifar 6. júlí 2020 15:29 Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika. Fjölmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Góðar Fréttir er nýr og óhefðbundinn fréttamiðill sem tekur nýja og bjartsýna nálgun á fréttaflutning. Þetta kemur fram á Karolina Fund síðu forsvarsmanna miðilsins. Þar safnar hópur fyrir rekstri síðunnar. „Við leitumst eftir að styrkja og efla jákvæða hugarfarsvitund samfélagsins með því að leggja áherslu á hvetjandi og jákvæðar fréttir bæði innan- og utanlands. Við heyrum af stríðum víðsvegar um heiminn, harmsögum um fátækt, spillingu og svo lengi mætti telja. Því gæti sú fullyrðing að við búum á sögulegum tímum friðar hljómað eins og algjör fjarstæða, jafnvel vitfirring. Það er því afar athyglisvert að til eru ótal rannsóknir sem staðfesta nákvæmlega það. Heimurinn okkar er staddur á sögulegum hátindi jákvæðra framþróunar á óteljandi sviðum, en við fréttum svo sjaldan af því,“ segir á síðunni. Þar kemur einnig fram að samfélagið sé að vakna til vitundar um mikilvægi andlegrar heilsu og hve gríðarlegur áhrifavaldur fréttamiðlun er á heilsuna. „Upplýsingaflæði nútímans berst okkur á fordæmalausum hraða og flest erum við orðin tengd meira en minna allan sólarhringinn. Staðreyndin er sú að jákvæðar og hvetjandi fréttir hafa einfaldlega orðið undir í hinum mikla ólgusjó hasarfrétta og týnast daglega í fjöldanum. Við hjá Góðum Fréttum viljum leggja hönd á plóg, jafna út hlutfallið og gera þér kleift að hafa greiðan aðgang að fréttum sem veita þér innblástur, von og gleði um samfélagið og heiminn allan.“ Góðar Fréttir stóðu fyrir könnun sem var dreift á alla helstu samfélagsmiðla og okkur bárust svör frá 906 einstaklingum búsettir víðsvegar um landið. Könnunin gekk í meginmáli út á það að sjá hversu mikla vöntun fólk telur vera á miðli eins og okkar og svörin staðfestu og ýttu enn frekar undir þá sannfæringu sem teymið okkar býr að. Hér að neðan má sjá niðurstöður úr þeirri könnun. Stofnendur Góðra Frétta eru parið Bjarki Steinn Pétursson og Saga Ýr Nazari. Í upphafi skipaði teymi Góðra Frétta fjóra einstaklinga sem sameinuðu frjóa huga sína og þróuðu hugmyndina í það form sem þurfti til þess að taka næstu skref. Þá hófst leitin að pennum, ljósmyndurum, hönnuðum og öllum þeim mikilvægu hlekkjum sem vantaði til þess að fullkomna keðjuna. Í dag er teymið fullskipað ástríðufullum einstaklingum sem hafa gert þeim kleift að gera verkefnið að veruleika.
Fjölmiðlar Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Elskar að bera klúta Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira