Ákærð fyrir að reyna að siga lögreglunni á svartan mann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. júlí 2020 06:32 Amy Cooper hefur nú verið ákærð fyrir að reyna að siga lögreglunni á Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni. Skjáskot/Christian Cooper Hvít kona sem reyndi að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja hundinn sinn í ól í New York í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir athæfi sitt. Í myndbandi af atvikinu hótar hún manninum því að hringja á lögregluna og segja að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Stuttu síðar sést hún gera nákvæmlega það. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Nú hefur ákæruvaldið í Manhattan ákveðið að ákæra hana fyrir að hringja í lögregluna að ósekju. Atvikið átti sér stað 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd, sem var svartur, lést í Minneapolis þegar hvítur lögreglumaður að nafni Derek Chauvin, hélt hné sínu að hálsi hans í tæplega níu mínútur. Floyd er talinn hafa verið meðvitundarlaus í um þrjár af þessum mínútum. Breska ríkisútvarpið greinir frá ákærunni á hendur Amy Cooper og hefur eftir Cyrus Vance, saksóknara á Manhattan, að það sé stefna ákæruvaldsins að taka hart á brotum sem þessum. Eins hvetji hann alla sem verða fórnarlamb falskra tilkynninga til lögreglunnar að leita réttar síns. Brást reið við að vera beðin um að fylgja reglum Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Hún hafi þó að lokum látið til leiðast og sett ól á hundinn. Eftir það hafi Christian þakkað henni fyrir og slökkt á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Bandaríkin Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira
Hvít kona sem reyndi að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja hundinn sinn í ól í New York í Bandaríkjunum, hefur verið ákærð fyrir athæfi sitt. Í myndbandi af atvikinu hótar hún manninum því að hringja á lögregluna og segja að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Stuttu síðar sést hún gera nákvæmlega það. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Nú hefur ákæruvaldið í Manhattan ákveðið að ákæra hana fyrir að hringja í lögregluna að ósekju. Atvikið átti sér stað 25. maí síðastliðinn, sama dag og George Floyd, sem var svartur, lést í Minneapolis þegar hvítur lögreglumaður að nafni Derek Chauvin, hélt hné sínu að hálsi hans í tæplega níu mínútur. Floyd er talinn hafa verið meðvitundarlaus í um þrjár af þessum mínútum. Breska ríkisútvarpið greinir frá ákærunni á hendur Amy Cooper og hefur eftir Cyrus Vance, saksóknara á Manhattan, að það sé stefna ákæruvaldsins að taka hart á brotum sem þessum. Eins hvetji hann alla sem verða fórnarlamb falskra tilkynninga til lögreglunnar að leita réttar síns. Brást reið við að vera beðin um að fylgja reglum Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Hún hafi þó að lokum látið til leiðast og sett ól á hundinn. Eftir það hafi Christian þakkað henni fyrir og slökkt á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði.
Bandaríkin Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Sjá meira