Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. júlí 2020 13:30 Linda Pé fér um víðan völl í viðtalinu. Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. Í viðtalinu segir Linda meðal annars frá því að hún hafi aldrei lesið ævisöguna um sig sem Reynir Traustason skrifaði. „Ég hef aldrei lesið hana eftir að hún kom út… en ef að þessi bók hjálpar einhverjum þá er sigrinum náð,“ segir Linda, sem segist reglulega fá skilaboð frá fólki vegna bókarinnar, sem er nærri 20 ára gömul og er því um tímabil í lífi Lindu sem er talsvert frábrugðið lífi hennar í dag. „Mér finnst þetta var bara einhver allt önnur manneskja, því hún á ekkert sameiginlegt með því hver ég er í dag, eða lífi mínu í dag og mjög langan tíma.” Linda á einstakt samband við einkadóttur sína, sem hún segir vera sinn besta vin. Dóttir hennar er nú 15 ára gömul og er afburðanemandi í skóla, sem dreymir um að flytja til Rússlands í skiptinám og læra rússnesku, sem er erfitt fyrir mömmuna: „Ég var að reyna að múta henni í gær,” segir Linda Í viðtalinu við Sölva talar Linda um allt milli himins og jarðar, eins og atvikið þegar skæruliðar reyndu að ræna henni í El Salvador, tímabilið þegar Baðhúsinu var lokað og þegar hún starfaði sem fyrirsæta, sem hún segir að hafi verið mjög skrýtið. Klippa: Hefur ekki treyst sér að lesa ævisögu sína: Þetta vera bara einhver allt önnur manneskja „Ég myndi alveg leyfa dóttur minni að keppa í Miss World, en hitt er ég ekki svo viss um…það er allt annar lífsstíll og allt of mikið í boði,” segir Linda. Hún segir að Tokyo hafi verið skrýtnasti staðurinn þegar kom að því hve mikið var í boði fyrir hana sem unga konu. „Þetta er ekki bannað innan 16, þannig að ég ætla ekki að segja þér sögur þaðan,” segir Linda Það hafi verið mjög sérstök reynsla að vera þar sem ung fyrirsæta og Mílanó á Ítalíu hafi líka verið erfiður staður fyrir unga konu í þessum bransa á þessum tíma. „Þú stendur í einhverjum þröngum strætó og þeim finnst bara mjög eðlilegt að klípa þig í rassinn,” segir Linda meðal annars um reynsluna sína þaðan. Í viðtalinu ræða Sölvi og Linda meðal annars um viðskiptaferil Lindu, ferðalögin, ævisöguna, skrýtnustu staðina og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira