Svartidauði ekki dauður en lítið áhyggjuefni Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2020 13:43 Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Vísir/Getty Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Tilfelli af svartadauða sem greindist í borginni Bayannur í sjálfstjórnarhéraðinu Innri-Mongólíu er ekkert áhyggjuefni að mati Sigurðar Guðmundssonar smitsjúkdómalæknis. Nokkur hundruð tilfelli greinist á ári hverju, þó það sé ekki á Íslandi. „Svarti dauði er alls ekkert dauður í samfélaginu, síður en svo, en mjög sjaldgæfur og við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur,“ sagði Sigurður í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það sé því ekki mjög fréttnæmt að þetta tilfelli hafi komið upp. Stjórnvöld í Kína hafa þó aukið varúðarráðstafanir vegna sjúkdómsins og hefur maðurinn verið settur í einangrun. Grunur er um annað smit á svæðinu en ekki er vitað hvernig maðurinn, sem starfar sem smali, smitaðist. Sigurður fór stuttlega yfir sögu svartadauða hér á landi og lýsti sjúkdómnum. Um er að ræða bakteríu sem nefnist Yersinia pestis og veldur hún sjúkdómnum, sem er að mestu leyti bundinn við nagdýr. Hann getur þó borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Pestin getur svo borist milli manna með úðasmiti, sem hefur líklega verið tilfellið hér á landi að sögn Sigurðar enda engar rottur á Íslandi á þeim tíma. „Þetta er svolítið interessant saga en ekki líklegt að hún endurtaki sig,“ sagði Sigurður og bætti við að svartidauði væri mun skæðari sjúkdómur en Covid-19. Í raun kæmist Covid-19 ekki með tærnar þar sem svartidauði hefði hælana. Hér að neðan má hlusta á viðtal við Sigurð í heild sinni þar sem hann ræðir meðal annars kórónuveirufaraldurinn, skimun á landamærunum og svartadauða. Umræða um svartadauða hefst á sjöundu mínútu.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira