Esau kannast ekki við spillingu í ráðherratíð sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júlí 2020 13:51 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, þvertekur fyrir að hafa nýtt sér ráðherrastöðu sína til þess að hagnast persónulega. Hvorki hann né tengdasonur hans, Tamson Hatuikulipi, hyggjast bera vitni eða kalla til vitni máli þeirra til stuðnings í dómsmáli yfirvalda í Namibíu gegn þeim í tengslum við ásakanir sem fyrst komu fram í umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu. Namibíski fjölmiðillin New Era Live greinir frá. Þeim Esau, Hatuikulipi, Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er meðal annars gefið að sök að hafa þegið hið minnsta 103,6 milljónir namibíudala í mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir aðgang að gjöfulum fiskimiðum Namibíu. Málið er nú rekið fyrir dómstólum í Namibíu og í dag lögðu þeir Esau og Hatuikulipi fram eiðsvarna yfirlýsingu sem lesinn var upp í dómsal. Þar sakar Esau Spillingarlögregluna í Namibíu um að útmála hann sem sökudólginn í málinu þegar yfirvöld ættu í raun að vera að eltast við lögfræðinga sem hafi þegið peninga frá Fishcor og gangi nú lausir. Esau og Hatuikulipi óskuðu eftir því að dómari myndi láta þá lausa gegn tryggingu og segist Esau vera reiðubúinn til þess að leggja nær allar sínar eignir fram sem tryggingu. Þá muni hann skila inn vegabréfi sínu, ekki skipta sér af rannsókn málsins og mæta reglulega á lögreglustöðina í Omaheke til þess að sýna fram á að hann sé ekki á leiðinni úr landi. Í yfirlýsingunni segir að það sé ekkert nema „goðsögn“ að hann hafi nýtt sér stöðu sína sem ráðherra til þess að hagnast persónulega og að ásakanir um slíkt séu ekkert nema tilraunir til þess að ata nafn hans auri. Sagði hann enga spillingu hafa viðgengist í ráðherratíð hans, hvað þá peningaþvætti eða fjársvik af neinu tagi. Saksóknarar leggjast gegn því að Esau verði látinn laus gegn tryggingu og vilja þeir gjarnan fá að spyrja Esau spjörunum úr í dómsal, eitthvað sem er ólíklegt þar sem bæði Esay og Hatuikulipi segjast ekki ætla að bera vitni né kalla til vitni við málsmeðferðina. Óttast saksóknararnir að þeir félagar muni reyna að flýja land eða að þeir muni reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins.
Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Vaktin: Greiða atkvæði um „kjarnorkuákvæðið“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira