Hitamet í Síberíu kyndir undir miklum gróðureldum Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 18:55 Slökkviliðsmenn í Jakútíu í norðaustanverðu Rússlandi glíma við mikla gróðurelda. Vísir/EPA Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar. Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Freista þess að koma á varanlegum friði í egypskri strandhótelabyggð Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Meira en fimm gráðum hlýrra var í Síberíu norðan heimskautsbaugs í júní en í venjulegu árferði. Hitabylgjan hefur skapað aðstæður fyrir eina verstu gróðurelda sem geisað hafa á svæðinu samkvæmt gögnum evrópskra gervitungla. Óvenjuhlýtt hefur verið á norðurskautssvæðum Síberíu í júní undanfarin tvö sumur sem voru þau hlýjustu frá upphafi mælinga. Júnímánuður í ár sló þeim báðum við en meðalhitinn var meira en heilli gráðu hærri nú en þá, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á sumum svæðum var allt að tíu gráðum hlýrra en vanalega, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Alþjóðaveðurfræðistofnunin reynir nú jafnframt að staðfesta hvort að 38°C sem mældist á rússneskum veðurmæli í Verkhoyansk í Síberíu sem hæsti hiti sem mælst hefur norðan heimskautsbaugsins. Hitinn hefur skapað kjöraðstæður fyrir gróðurelda sem hafa aðeins orðið ákafari frá því í júní. Skógræktarstofnun Rússlands segir að 246 eldar hafi geisað á rúmlega 140.000 hektara svæði í gær. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í sjö héruðum vegna eldanna. Samkvæmt mælingum evrópska jarðrannsóknaverkefnisins Kópernikusar voru eldarnir í júní fleiri en í sama mánuði í fyrra þegar met var sett. Áætlað er að um 59 milljónir tonna koltvísýrings hafi losnað frá eldunum í ár en 53 milljónir tonna í fyrra. Til samanburðar var heildarlosun á Íslandi árið 2018 tæp fimm milljón tonn koltvísýringsígilda. Mögulega er losun vegna eldanna vanmetin þar sem evrópsku gervitunglin greina ekki alla elda í mólendi sem brenna í glæðum. Áætlað er að gróðureldar á norðurskautinu hafi losað meira en 170 milljónir tonna koltvísýrings. „Þetta er í samræmi við spár um hnattræna hlýnun sem ná nú áratugi aftur í tímann. Við þurfum eiginlega ekki frekari staðfestingar á vandamálinu en hér er hún hvað sem því líður,“ segir Martin Siegert, prófessor við Imperial College í London við BBC. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 4-5°C fyrir lok þessarar aldar ef núverandi losun manna á gróðurhúsalofttegundum heldur áfram óheft. Varað er við að hlýnuninni fylgi verri hitabylgju, þurrkar, skógar- og gróðurelda og öfgakenndara veðurfar.
Norðurslóðir Loftslagsmál Vísindi Rússland Tengdar fréttir Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07 Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Freista þess að koma á varanlegum friði í egypskri strandhótelabyggð Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Neyðarástand vegna meiriháttar olíuleka í Síberíu Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að um 20.000 tonn af dísilolíu láku út í á í Síberíu norðan heimskautsbaugsins. Olían lak úr tanki sem brast við orkuver við borgina Norilsk á föstudag. 4. júní 2020 11:07
Olíulekinn í Síberíu mengar stórt stöðuvatn Hætta er nú á að dísilolía sem lak frá orkuveri við Norilsk í Síberíu renni út í Norður-Íshafið eftir að hún komst í stórt stöðuvatn. Olíulekinn er sagður versta umhverfisslys af þessu tagi á norðurskautssvæðum Rússlands á síðari tímum. 9. júní 2020 19:31