Of langt gengið í hagræðingarkröfum Icelandair að mati félagsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2020 13:36 Upplýsingafundur FFÍ vegna kjaradeilna við Icelandair Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“ Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
„Það er nokkuð ljóst að félagsmenn hafa með þessu sýnt að það er kannski heldur of langt gengið í þessum hagræðingarkröfum sem að var verið að reyna að ná fram í þessum nýja samningi.“ Þetta segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, sitjandi formaður Flugfreyjufélags Íslands, í samtali við Vísi eftir að félagsmenn félagsins kolfelldu nýjan kjarasamning við Icelandair. Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa flugfélagsins og Flugfreyjufélagsins til fundar á föstudaginn. 921 var á kjörskrá FFÍ og greiddu 786 atkvæði um nýjan kjarasamning, eða 85,3 prósent. 208 greiddu atkvæði með samningnum, eða 26,46 prósent, en mikill meirihluti, 72,65 prósent, greiddi atkvæði gegn honum. Auðir seðlar voru sjö, eða 0,89 prósent. Skrifað var undir kjarasamninginn undir lok síðasta mánaðar eftir maraþonviðræður. Icelandair hefur gefið það út að eitt af lykilverkefnunum í endurskipulagningu félagsins vegna erfiðleika í rekstri þess vegna kórónuveirufaraldursins sé að semja við flugstéttir félagsins. Félagið vildi ná fram ákveðnum hagræðingarmarkmiðum í viðræðunum við Flugfreyjufélagið og taldi það sig hafa náð því markmiði með samningnum, sem nú hefur verið felldur. Aðspurð um hvaða atriði félagsmenn hafi verið ósáttir við vildi Guðlaug ekki fara út í smáatriði samningsins en sagði ljóst að meirihluti félagsmanna væri ekki tilbúinn til þess að samþykkja þær breytingar sem nýji samningurinn hefði falið í sér. „Nei, þetta eru mjög miklar breytingar sem lagt var upp með. Ég held að það sé langbest að túlka þetta þannig að fólki hafi fundist of langt gengið,“ segir Guðlaug. „Það var aðallega verið að reyna að ná fram hagræðingu. Það er ljóst að félagsmenn eru ekki til í það.“ Sem fyrr segir er búið að til funda deiluaðila á föstudaginn hjá Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Icelandair vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna Flugfreyjufélagsins sagðist flugfélagið hafa gengið „eins langt og mögulegt var til að koma til móts við samninganefnd FFÍ“. Þrátt fyrir þessi orð frá forstjóra Icelandair er Guðlaug vongóð að viðræðurnar sem framundan eru gangi vel. „Þetta gefur okkur bara ný leiðarljós í það hversu langt við getum gengið og við munum bara mæta með fullan vilja og hvergi af baki dottin með það að ná nýjum samningi.“
Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52 Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18 „Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15 Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Ragnhildur frá Heimildinni yfir til Rúv Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Sjá meira
Flugfreyjur kolfelldu kjarasamning við Icelandair Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning sem skrifað var undir hjá Ríkissáttasemjara þann 25. júní síðastliðinn í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. 8. júlí 2020 12:52
Á von á því að samningurinn verði samþykktur Félagsfundur Flugfreyjufélags Íslands fór fram í morgun þar sem nýr kjarasamningur félagsins og Icelandair var kynntur félagsmönnum. Greidd verða atkvæði um samninginn í næstu viku og á Formaður Flugfreyjufélagsins von á því að samningurinn verði samþykktur. 26. júní 2020 21:18
„Risastórt fyrir stéttina“ Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) vann varnarsigur með kjarasamningnum sem undirritaður var við Icelandair í nótt. 25. júní 2020 12:15
Flugfreyjur og Icelandair undirrita kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands undirritaði kjarasamning við Icelandair á fjórða tímanum í nótt eftir sextán klukkustunda langan fund sem hófst hjá ríkissáttasemjara klukkan tólf í hádeginu í gær. 25. júní 2020 04:32
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent