Nemendum í Hong Kong bannað að vera pólitískir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júlí 2020 17:28 Hópur nemenda í Polytechnic University í Hong Kong mótmæla við útskrift úr skólanum. Mótmælin fóru fram í byrjun nóvember 2019 en þá var mánuður liðinn frá því að yfirvöld kynntu til sögunnar lög sem banna notkun andlitsgríma á opinberum samkomum. EPA-EFE/JEROME FAVRE Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum. Hong Kong Kína Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Nemendum í Hong Kong er nú bannað að taka þátt í nokkrum pólitískum aðgerðum í skólum, þar á meðal að syngja, birta pólitísk slagorð og sniðganga tíma. Þetta kemur fram í tilskipun frá menntamálaráðherra héraðsins. Þúsundir skólabarna og ungmenna í Hong Kong hafa tekið virkan þátt í baráttu aðgerðarhópa sem hafa krafist aukins lýðræðis í héraðinu frá því á síðasta ári. Um 1.600 stúdentar voru handteknir fyrir að taka þátt í mótmælum síðasta árið. Tilskipunin var gefin út sama dag og ný öryggislög Kína tóku gildi í borginni. Markmið laganna er sagt vera að koma í veg fyrir glæpsamlegt athæfi og hryðjuverkastarfsemi. Mannréttindasamtök hafa hins vegar gagnrýnt lögin og segja þau herða mjög að tjáningarfrelsi í héraðinu. Þannig megi til að mynda ekki vanvirða kínverska þjóðsönginn og Kínverjar geta nú komið uppi starfsstöðvum fyrir öryggisstofnanir í Hong Kong. Hong Kong var á yfirráðasvæði Breta til ársins 1997 en þá var héraðið rétt aftur til Kína. Í samkomulagi milli Breta og Kínverja áttu ákveðin réttindi að vera tryggð fyrir íbúa héraðsins í minnst 50 ár samkvæmt „eitt land, tvö kerfi“ samkomulaginu. Mörg börn tóku þátt í mótmælunum sem hófust í fyrra og nýttu skólastofurnar til að lýsa yfir stuðningi við kröfur lýðræðissinna. Nemendur gripu meðal annars til þess að yfirgnæfa kínverska þjóðsönginn með því að syngja lagið Glory To Hong Kong sem hefur orðið einkennissöngur mótmælenda. Kevin Yeung, menntamálaráðherra héraðsins, segir að skólar verði að grípa til aðgerða ef nemendur grípa til slíkra ráða. Þá sagði hann að lagið Glory To Hong Kong sé nátengd félagslegum og pólitískum aðgerðum, ofbeldi og ólöglegu athæfi sem farið hafi fram síðustu mánuði. „Skólar mega ekki leyfa nemendum að spila, syngja eða deila því í skólum,“ sagði hann. Þá mega nemendur ekki mynda keðjur í mótmælaskyni, kyrja slagorð eða tjá önnur pólitísk skilaboð. Í síðustu viku voru bækur sem fjalla um eða hvetja til aukins lýðræðis fjarlægðar af bókasöfnum og segja yfirvöld að þeim verði skilað aftur ef í ljós kemur við nánari skoðun að þær séu ekki brot á lögunum.
Hong Kong Kína Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira