Hemmi Hreiðars tekur við sem þjálfari Þróttar Vogum Ísak Hallmundarson skrifar 9. júlí 2020 18:42 Hermann er mættur aftur í þjálfarastól á Íslandi. vísir/valli Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður og leikjahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tekið við þjálfun Þróttar Vogum í 2. deild karla. Hermann var nú síðast aðstoðarþjálfari Sol Campbell hjá Southend en hann hefur áður þjálfað ÍBV og Fylki á Íslandi. Fréttatilkynning knattspyrnudeildar Þróttar Vogum: „Knattspyrnudeild Þróttar gerði fyrr í dag samning við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokk Þróttar. Hermann á langan feril að baki sem leikmaður og spilaði á sínum tíma tæplega 500 leiki fyrir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyrir A landslið Íslands og var hann fyrirliði í 16 þeirra. Síðustu ár hefur hann komið að þjálfun, fyrst hjá ÍBV og nú síðast aðstoðarþjálfari Southend United.Þá verður Andy Pew áfram spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks, hefur Andy stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum.“ „Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu. Það fer gott orð af Hermanni sem er góður þjálfari. Stemmning, reynsla og gæði er eitt af því sem hann er þekktur fyrir, það mun hjálpa okkur í því verkefni að festa okkur í sessi í 2. deildinni og byggja upp lið til framtíðar,“ segir Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar á heimasíðu félagsins. „Þetta verður krefjandi verkefni en jafnframt spennandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Þróttur Vogum er að veita mér. Ég er að taka við góðu búi frá Brynjari Gestssyni og núna er það mitt að halda áfram á sömu braut, byggja ofan á það sem hefur verið gert í vetur og síðustu leikjum. Leikmannahópurinn er gríðarlega spennandi og mikil gæði í hópnum. Eftir að hafa tekið fundi með Marteini og öðrum sem starfa fyrir félagið, þessi brennandi ástríða sem fólkið hefur fyrir félaginu þá varð ég að fá að vera þátttakandi. Nú er bara að vona að allir bæjarbúar snúi bökum saman og geri allt til að mynda stemmningu til að hjálpa liðinu í sumar,“ segir Hermann Hreiðarsson nýr þjálfari Þróttar Vogum. Þróttur er í áttunda sæti í 2. deild eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Völsungi á Húsavík á laugardaginn og það er spurning hvort Hermann verði mættur á hliðarlínuna þá. Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmaður og leikjahæsti Íslendingurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, hefur tekið við þjálfun Þróttar Vogum í 2. deild karla. Hermann var nú síðast aðstoðarþjálfari Sol Campbell hjá Southend en hann hefur áður þjálfað ÍBV og Fylki á Íslandi. Fréttatilkynning knattspyrnudeildar Þróttar Vogum: „Knattspyrnudeild Þróttar gerði fyrr í dag samning við Hermann Hreiðarsson um að taka við þjálfun meistaraflokk Þróttar. Hermann á langan feril að baki sem leikmaður og spilaði á sínum tíma tæplega 500 leiki fyrir lið á Englandi, á að baki 89 leiki fyrir A landslið Íslands og var hann fyrirliði í 16 þeirra. Síðustu ár hefur hann komið að þjálfun, fyrst hjá ÍBV og nú síðast aðstoðarþjálfari Southend United.Þá verður Andy Pew áfram spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks, hefur Andy stýrt liðinu í síðustu tveimur leikjum.“ „Við erum mjög ánægð með þessa ráðningu. Það fer gott orð af Hermanni sem er góður þjálfari. Stemmning, reynsla og gæði er eitt af því sem hann er þekktur fyrir, það mun hjálpa okkur í því verkefni að festa okkur í sessi í 2. deildinni og byggja upp lið til framtíðar,“ segir Marteinn Ægisson framkvæmdastjóri Þróttar á heimasíðu félagsins. „Þetta verður krefjandi verkefni en jafnframt spennandi og skemmtilegt. Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem Þróttur Vogum er að veita mér. Ég er að taka við góðu búi frá Brynjari Gestssyni og núna er það mitt að halda áfram á sömu braut, byggja ofan á það sem hefur verið gert í vetur og síðustu leikjum. Leikmannahópurinn er gríðarlega spennandi og mikil gæði í hópnum. Eftir að hafa tekið fundi með Marteini og öðrum sem starfa fyrir félagið, þessi brennandi ástríða sem fólkið hefur fyrir félaginu þá varð ég að fá að vera þátttakandi. Nú er bara að vona að allir bæjarbúar snúi bökum saman og geri allt til að mynda stemmningu til að hjálpa liðinu í sumar,“ segir Hermann Hreiðarsson nýr þjálfari Þróttar Vogum. Þróttur er í áttunda sæti í 2. deild eftir fjórar umferðir. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Völsungi á Húsavík á laugardaginn og það er spurning hvort Hermann verði mættur á hliðarlínuna þá.
Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira