Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2020 14:10 Háskólinn á Akureyri mun veita öllum umsækjendum með stúdentspróf skólavist. Háskólinn á Akureyri Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag. Þrátt fyrir fjölgun samþykktra umsókna þurfti að synja 600 um skólavist. Þetta kemur fram á vef Háskólans á Akureyri þar sem segir að meirihluti þeirra sem fengu synjun hafi uppfyllt inntökuskilyrði skólans. Eftir samtöl við stjórnvöld um stöðuna í samfélaginu og stöðu Háskólans á Akureyri var ákveðið að samþykkja umsóknir allra þeirra sem eru með stúdentspróf. Staða Háskólans á Akureyri hefur verið til umræðu, þá sérstaklega eftir að dúx frá Framhaldsskólanum á Húsavík komst ekki inn í skólann þrátt fyrir góðan námsárangur og nær fullkomna ástundun. „Síðustu tvær vikur hefur átt sér stað mikil og góð umræða um stöðu Háskólans á Akureyri og þá staðreynd að mikil aðsókn síðustu ár hefur þrengt að möguleikum okkar til að fjölga nemendum enn frekar. Yfirlýsing stjórnvalda og stuðningur menntamálaráðherra við skólann og háskólakerfið í heild opna þann möguleika að unnt verði að fjölga nemendum í haust,“ er haft eftir Eyjólfi Guðmundssyni rektor. Staða umsækjenda með ígildi stúdentsprófs verður skoðuð Stefnt er að því að bæta einnig úr stöðu þeirra sem eru ekki með stúdentspróf eða eru með nám frá háskólabrúm annarra háskóla en háskólinn hafði einnig verið gagnrýndur fyrir að taka ekki á móti nemendum með ígildi stúdentsprófs. Munu þeir fá svar frá háskólanum eftir 10. ágúst þegar mati á þeim umsóknum út frá inntökuskilyrðum er lokið, en fjöldatakmarkanir eru í gildi í hjúkrunarfræði, sálfræði og lögreglufræði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin byggi á skuldbindingu stjórnvalda stjórnvalda um fjármögnun háskóla og þeim aðstæðum sem eru uppi í íslensku samfélagi eftir kórónuveirufaraldurinn. Þó er ljóst að Háskólinn mun þurfa að beita aðgangstakmörkunum haustið 2021 nema aukin fjárframlög komi til í fjárlögum. „Háskólaráð setur því traust sitt á ríkisstjórn, menntamálaráðherra og Alþingi um að fjármögnun háskólans sé tryggð þannig að háskólinn geti haldið áfram að sinna því hlutverki að veita aðgengi að háskólanámi í sínu nærsamfélagi sem og í byggðum um land allt í gegnum stafræna miðlun náms og uppbyggingar háskólasamfélaga.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43 Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þurftu að stöðva flóðið Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólinn vilji að sjálfsögðu veita öllum sem sækja þar um nám inngöngu. Fjármagn skorti hins vegar til þess, nánar tiltekið 600 milljónir króna. 3. júlí 2020 16:43
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Alltaf er manni sagt að maður geti orðið það sem maður vill, við ölum upp börnin okkar á þessum orðum. 3. júlí 2020 10:30