Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:06 Frá Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“ Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“
Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00