Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Sylvía Hall skrifar 13. júlí 2020 07:29 Andrzej Duda og eiginkona hans, Agata Kornhauser Duda fögnuðu fyrstu tölum í gærkvöldi. Vísir/Getty Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski. Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. Sigurinn virðist vera afar naumur, en Duda hlaut að lokum rúmlega 51 prósent atkvæða. Enn á eftir að telja lítinn hluta þeirra, en þau eru ekki talin geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Þetta kemur fram á vef BBC. Mjótt var á munum í skoðanakönnunum í aðdraganda kosninganna en kjörsókn þótti afar góð. 68,2 prósent mættu á kjörstað og er það besta kjörsókn sem hefur sést í landinu frá falli kommúnismans árið 1989. Frambjóðendurnir buðu upp á mismunandi framtíðarsýn til næstu fimm ára. Trzaskowski er öllu frjálslyndari, til að mynda í afstöðu sinni til málefna kvenna og hinseginfólks. Duda er fyrrverandi þingmaður stjórnarflokksins Laga og réttlætis og frekar íhaldssamur í áðurnefndum málaflokkum. Í kosningabaráttunni beindi Duda sjónum sínum að réttindabaráttu hinsegin fólks og lofaði meðal annars að lögleiða bann við samkynja hjónaböndum, ættleiðingum hinsegin fólks og bann gegn hinsegin fræðslu í skólum. Sagði hann réttindabaráttuna grafa undan virðingu og umburðarlyndi og að hún væri skaðleg mannkyninu. Duda ávarpaði stuðningsmenn sína eftir að síðari útgönguspár voru birtar í gærkvöldi og þakkaði öllum sem kusu hann. Trzaskowski lagði áherslu á það við stuðningsmenn sína í kvöld að niðurstöður úr pólskum forsetakosningum hafi líklega aldrei verið svo jafnar. „Við höfum aldrei fundið jafnvel fyrir valdinu sem fylgir atkvæðum okkar,“ sagði Trzaskowski.
Pólland Tengdar fréttir Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29 Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09 Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54 Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Veður Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Fleiri fréttir Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Sjá meira
Naumur sigur Duda virðist vera í höfn Útlit er fyrir að Andrzej Duda, sitjandi forseti Póllands, hafi borið sigurorð af Rafal Trzaskowski í forsetakosningunum þar í landi. 13. júlí 2020 07:29
Duda sækir í sig veðrið en áfram mjótt á mununum Enn virðist sem Andrzej Duda forseti Póllands muni bera sigur úr býtum í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. 12. júlí 2020 23:09
Góð kjörsókn í pólsku forsetakosningunum Á hádegi hafði meira en fjórðungur kjósenda í Póllandi greitt atkvæði í forsetakosningunum sem fara fram þar í landi í dag. 12. júlí 2020 17:54
Fylkingarnar stressaðar og forðist ólmar að misstíga sig Borgarfulltrúi af pólskum uppruna segir að vænta megi uppstokunar í þarlendum stjórnmálum, fari svo að Rafal Trzaskowski verði kjörinn forseti Póllands. 11. júlí 2020 22:00