Inter vann sinn fyrsta sigur í síðustu þremur leikjum er liðið vann 3-1 sigur á Torino á heimavelli í kvöld.
Mílanó-liðið er búið að missa af lestinni í toppbaráttunni og lentu undir á 17. mínútu er Andrea Belotti skoraði.
Ashley Young jafnaði meti ná 49. mínútu og Alexis Sanchez lagði upp síðustu tvö mörkin; fyrir Diego Godin á 51. mínútu og Lautaro Martinez tíu mínútum síðar.
Lautaro Martínez has netted his 13th Serie A goal of the season, equalling his best ever tally in a league campaign (2017-18, Racing Club).
— Squawka Football (@Squawka) July 13, 2020
An electric season. pic.twitter.com/rPIeqLCdWg
Inter er í 2. sætinu, átta stigum á eftir toppliði Juventus, en Torino er í 16. sætinu, fimm stigum frá fallsæti.