Rafmagnsverkfræðingurinn Grant Imahara er látinn, 49 ára að aldri. Imahara var einnig fyrrverandi umsjónarmaður sjónvarpsþáttanna Mythbusters á Discovery Channel.
Þetta staðfestir talsmaður Discovery Channel við Variety. Ekki voru veittar frekari upplýsingar um andlátið.
Imahara gekk til liðs við Mythbusters árið 2005 og starfaði við þættina til ársins 2014. Honum var boðið að taka þátt af Jamie Hyneman sem var einnig umsjónarmaður þáttanna og kom í stað Scottie Chapman.
Hann var þekktastur fyrir að gera raftæki sem voru notuð við tilraunir í þáttunum og vélmenni.
Eftir tíma sinn í Mythbusters varð hann umsjónarmaður White Rabbit Project á Netflix árið 2016. Þar var hann hluti af teymi sem rannsakaði umfjöllunarefni á borð við fangelsisflótta, ofurkraftatækni, rán og vopn seinni heimstyrjaldarinnar.
Adam Savage minnist Imahara á Twitter, en þeir störfuðu saman í Mythbusters. Þar sagði hann Imahara vera frábæran verkfræðing, listamann og skemmtikraft. Hann hafi þó fyrst og fremst verið örlátur, þægilegur og ljúfur maður.
I’m at a loss. No words. I’ve been part of two big families with Grant Imahara over the last 22 years. Grant was a truly brilliant engineer, artist and performer, but also just such a generous, easygoing, and gentle PERSON. Working with Grant was so much fun. I’ll miss my friend.
— Adam Savage (@donttrythis) July 14, 2020
„Að vinna með Grant var svo gaman. Ég mun sakna vinar míns.“