Þær sem létust voru ekki í bílbeltum eða barnabílstól Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2020 09:16 Lögregla við vettvang slyssins við brúna yfir Núpsvötn. Vísir/jóhann k. Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir. Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Ökumaður bifreiðar sem fór út af brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember 2018 ók of hratt og virti ekki viðvörunarmerki við brúna. Þá voru farþegar sem létust í slysinu ekki spenntir í öryggisbelti og ungabarn sem lést var ekki í barnabílstól. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa frá 30. júní síðastliðnum. Allir í bílnum voru erlendir ferðamenn. Ökumaður bílsins, sem var af gerðinni Toyota Land Cruiser, ók inn á brúna yfir Núpsvötn og missti þar stjórn á bifreiðinni. Bíllinn fór upp á vegriðið á brúnni hægra megin miðað við akstursátt og losnaði vegriðið frá brúnni með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af henni og lenti í grýttum aur fyrir neðan. Fallið var um átta metrar. Þrjár létust í slysinu, 11 mánaða stúlka og tvær konur, 33 og 36 ára. Þær sátu í annarri og öftustu sætaröð bílsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar kemur fram að farþegi í framsæti bifreiðarinnar hafi lýst því að bifreiðin hefði farið að rása til á brúnni skömmu eftir að ökumaður ók inn á hana. Ökumaður hefði reynt, án árangurs, að ná stjórn á henni. Bifreiðin hefði síðan rekist á vegriðið og í kjölfarið kastast út af brúnni. Farþegi og börn spennt í belti Sjö voru í bifreiðinni. Ökumaður og einn farþegi í framsæti, í næstu sætaröð voru þrír farþegar, þar af tvö börn, og í öftustu röð voru tveir farþegar, þar af eitt ungabarn. Ökumaður, farþegi í framsæti og tveir farþegar sem sátu í sætaröðinni fyrir aftan ökumanninn slösuðust töluvert í slysinu. Rannsókn á bifreiðinni eftir slysið gaf til kynna að farþegi í framsæti hafi sennilega verið með öryggisbelti spennt og bendir framburður farþegans til þess að börn í sætaröð fyrir aftan ökumann hafi einnig verið spennt í öryggisbelti. Sennilegt er að ökumaður og þeir farþegar sem létust hafi ekki verið með öryggisbeltin spennt. Ungabarnið var ekki fest í barnabílstól eða annan öryggisbúnað þegar slysið varð, að því er segir í skýrslu rannsóknarnefndar. Bíllinn var nýskráður árið 2006 og með fulla skoðun, búinn nýlegum vetrardekkjum. Ekkert kom fram við rannsókn á bílnum sem skýrt getur orsakir slyssins. Orsakagreining bendir til þess að ökumaður hafi ekið of hratt inn á brúna og ekki virt viðvörunarmerki við hana. Hraðaútreikningar gáfu til kynna að bílnum hefði verið ekið á um 114 ± 8 kílómetra hraða fyrir slysið, þar sem hámarkshraði á vettvangi var 90 km/klst. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 50 km/klst eftir slysið. Þá var veggrip á brúnni sennilega skert vegna ísingar. Þá bendir rannsóknarnefnd á að hönnunarstaðlar hafi breyst síðan brúin yfir Núpsvötn var opnuð fyrir umferð 1973. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni stendur til að reisa nýja brú yfir Núpsvötn á árinu og hvetur nefndin Vegagerðina og stjórnvöld til að fylgja þessum áætlunum eftir.
Samgönguslys Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40 Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37 Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Hámarkshraði við einbreiðar brýr lækkaður Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 kílómetra á klukkustund við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum landsins, þar sem umferð er meira en 300 bílar á dag að jafnaði. 11. janúar 2019 14:40
Segir úrbætur á brúm ganga of hægt Banaslys eða önnur alvarleg slys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. 5. janúar 2019 20:37
Bræðurnir ekki enn getað gefið skýrslu Eiginkonur þeirra létust í slysinu, ásamt 11 mánaða gömlu barni. Mennirnir og tvö önnur börn voru flutt þungt haldin á Landspítala. 29. desember 2018 07:15