„Kominn í einhverja stjörnugeðveiki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Rúrik mætti í hlaðvarpsþátt Sölva Tryggva og fór yfir síðustu ár. Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Rúrik Gíslason segist í viðtali við Sölva Tryggvason eiga mjög erfitt með að ræða um Instagram frægðina, af því að honum finnist hann hljóma eins og hann sé uppfullur af sjálfum sér þegar þetta er rætt. Rúrik er í viðtali í nýjasta podcast þætti Sölva Tryggvasonar. Rúrik og Sölvi ræða þar álit annarra, móðurmissinn og heimsfrægðina eftir HM: „Svo kem ég inn í klefa eftir leikinn og er á lausu þarna og svona ætlaði eitthvað að tékka hvort það væri ekki einhver að tékka á kallinum,” segir Rúrik og hlær, þegar hann lýsir því hvað gerðist eftir leikinn fræga við Argentínu á HM, þegar Instagram reikningur Rúriks sprakk. „Mér finnst rosalega erfitt að tala um þetta án þess að hljóma eins og einhver Deuceba. Mér finnst ógeðslega erfitt að tala um þetta, ég sé sjálfan mig alltaf eins og ég sé einhver svaka kall þegar ég er að tala um þetta,” segir Rúrik í viðtalinu við Sölva, en viðurkennir að þetta hafi verið verulega furðulegt tímabil. Beðið fyrir utan hótelið „Þetta var mjög athyglisverður tími í mínu lífi. Mikið af alls konar skilaboðum og bónorðum og hvort ég væri ekki til í að gefa sæðið mitt, mjög margir sem eru á Instagram eru mjög hreinskilnir af því að þeir eru á bakvið símann sinn,” segir Rúrik. Klippa: Kominn í einhverja stjörnugeðveiki „Við fórum til Miami eftir HM og ég þurfti alls staðar að vera í myndatökum og það var sérstakt að vera kominn út fyrir Ísland og vera kominn í einhverja stjörnugeðveiki,” segir Rúrik, sem lenti síðan í því í Brasilíu að hópur af fólki beið fyrir utan hótelið hans með plaköt og myndir af honum til að árita. Sem fyrr segir hefur mikið gengið á hjá Rúrik síðastliðið ár, þar sem hann misst bæði móður sína og æskuvin úr krabbameini. Félag hans í Þýskalandi ætlaði að draga hann fyrir dómstóla vegna samningsbrots eftir að hann fór heim til að vera við hlið móður sinnar í lokabaráttunni. Rúrik er nú á tímamótum, kominn heim frá Þýskalandi, samningslaus og ekki búinn að ákveða hvað tekur við. Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt margt fleira. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira