Leikmennirnir fjórir sem Pep Guardiola er sagður vera með augun á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 12:30 David Alaba hefur verið lengi hiá Bayern München og spilaði með liðinu þegar Pep Guardiola var þar. Nú vill Pep fá hann til Manchester City. EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð. Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira
Liverpool vann yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni í ár eftir að Manchester City hafði unnið deildina tvö ár í röð. Eftir að Alþjóða íþróttadómstóllinn ógildi bann Manchester City frá Evrópukeppnunum þá hætta menn að pæla í hvaða leikmenn haldi áfram hjá félaginu. Guardiola og bestu leikmenn liðsins eru nú klárir í slaginn og þeir munu fá hjálp. Daily Mail slær því upp að Pep Guardiola sé með augun á fjórum nýjum leikmönnum og hann fær líka fullt af pening frá eigendunum til að kaupa þá í sumar. Leikmennirnir sem eru nú sterklega orðaðir við Manchester City liðið eru varnarmennirnir David Alaba (Bayern) og Kalidou Koulibaly (Napoli), vængmaðurinn Ferran Torres (Valencia) og sóknarmaðurinn Lautaro Martinez (Inter). Pep Guardiola has his eye on four massive signings as he aims to win the title back from Liverpool. https://t.co/N9DRNTDsEO— SPORTbible (@sportbible) July 14, 2020 Það er ljóst að Guardiola þarf að styrkja varnarleikinn en það eru einkum mistök í honum sem hafa þýtt að City liðið hefur tapað níu deildarleikjum á leiktíðinni. Það væri því mjög sterkt að ná í þá David Alaba og Kalidou Koulibaly. David Alaba spilaði fyrir Guardiola hjá Bayern og getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur spilað sem miðvörður á þessu tímabili en getur einnig spilað á miðjunni og sem bakvörður. Kalidou Koulibaly er einn besti miðvörður heims og hefur einnig verið orðaður við bæði Liverpool og Manchester United. Man City to accelerate rebuild plans with up to five new signings | @TelegraphDucker https://t.co/gH38hxQVWg— Telegraph Football (@TeleFootball) July 13, 2020 Hinn eldfljóti Ferran Torres hefur einnig verið orðaður við Manchester United en samningur hans er að renna út eftir ár og það má búast við því að Valencia reyni að fá eitthvað fyrir hann i sumar. Barcelona er eitt af þeim félögum sem hefur mikinn áhuga á argentínska framherjanum Lautaro Martinez en hann er aðeins 22 ára gamall. Börsungar eiga ekki mikinn pening og hafa verið að reyna að búa til skiptidíl. Inter gæti því freistast til að selja hann frekar til Manchester City. Með góðum liðstyrk er líklegt að Manchester City komist aftur í bílstjórasætið í baráttunni um enska meistaratitilinn því ekki lítur út fyrir að Liverpool ætli að eyða miklu í nýja leikmenn í sumar. Það er líka almennt talið hjálpa Manchester City, með sína svakalegu breidd, að það verða áfram leyfðar fimm skiptingar á næstu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Sjá meira