Þjóðhátíð formlega aflýst Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2020 15:44 Engin formleg dagskrá verður í Herjólfsdal í ár, að minnsta kosti ekki á vegum Þjóðhátíðarnefndar. Vísir/sigurjón Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu. Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hefur verið blásin af með einu og öllu. „ÍBV mun ekki standa fyrir einum einasta viðburði um Verslunarmannahelgina; hvort sem um er að ræða dansleiki, tónleika, brennu, brekkusöng eða hvað eina,“ segir í yfirlýsingu frá Þjóðhátíðarnefnd sem send var fjölmiðlum nú seinni partinn. Með ákvörðun sinni vill Þjóðhátíðarnefnd sýna „fulla ábyrgð og taka af allan vafa um að ÍBV muni standa fyrir viðburði sem kynni að storka fjöldatakmörkunum.“ Eins og fram hefur komið munu 500 manna samkomutakmörk vera í gildi á Íslandi út ágústmánuð, en eins og venja er fer Þjóðhátíð fram fyrstu helgina í ágúst. Þau sem keypt hafa miða á Þjóðhátíð 2020 mun gefast kostur á að flytja miðann á næsta ár, „enda ljóst að miðaverð á Þjóðhátíð 2021 mun verða hærra en í ár,“ segir Þjóðhátíðarnefnd. Fólk mun þó geta farið fram á endurgreiðslu og standa vonir til að fyrirkomulag endurgreiðslna verði kynnt í lok mánaðar. „Ef fólk kýs að fá miðann sinn ekki endurgreiddan er slíkur stuðningur gríðarlega vel þeginn á þessum erfiðu tímum í rekstri barna- og unglingastarfs og ljóst að slíkur stuðningur hvetur okkur áfram til góðra verka. Einnig verður áfram í boði að kaupa miða á Þjóðhátíð 2020 fyrir þá sem vilja styrkja félagið.“ Þjóðhátíðarlagið og blaðið á sínum stað Þó svo að hátíðin fari ekki fram í ár kemur það ekki í veg fyrir að hið svokallaða Þjóðhátíðarlag ársins líti dagsins ljós. Það verður frumflutt í Brennslunni á FM957 á föstudaginn en höfundar lags og texta eru bræðurnir Ingólfur og Guðmundur Þórarinssynir. „Bræðurnir og Þjóðhátíðarnefnd voru algerlega sammála um að gefa út lagið þrátt fyrir þessi örlög,“ segir í fyrrnefndri yfirlýsingu. Þá mun Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja jafnframt koma út, þrátt fyrir að Þjóðhátíð falli niður. Áætlað er að blaðið komi út 31. júlí og verður hægt að nálgast blaðið í Eyjum og á fastalandinu. Gefst velunnurum Þjóðhátíðar þannig færi á að styðja við ÍBV með kaupum á blaðinu.
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira