Mörg dæmi um að fólki sé sagt upp eftir að hafa greinst með heilabilun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 14. júlí 2020 21:00 Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Mörg dæmi eru um að vinnuveitendur segi upp starfsfólki eftir að það greinist með heilabilun. Fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir gríðarlega mikilvægt að vinnuveitendur komi til móts við fólkið til að koma í veg fyrir félagslega einangrun. Áætlað er að um fimm þúsund manns séu með greiningu um heilabilun á Íslandi og er Alzheimersjúkdómurinn algengastur. Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimersamtakanna segir að eftir að fólk fær greiningu sé lítið sem ekkert sem taki við. „Fólk kemur til okkar og bara hvað svo? Hvaða meðferðir eru í boði? Manneskja sem er ekki farin að sýna mikil einkenni, þá eru ekki úrræði í boði. Það er fyrst að þú getur nýtt þér sérhæfða dagþjálfun en þarna þegar þú ert nýgreindur þá er ekkert. Svo spyr fólk: hvernig á ég að segja vinnuveitanda mínum frá þessu?,“ segir Sigurbjörg Hannesdóttir, fræðslustjóri Alzheimer samtakanna. Það reynist fólki mjög erfitt að tilkynna vinnuveitanda um greininguna. Dæmi sé um að fólki sé sagt upp eftir að það greinist. „Ég hef heyrt töluvert mörg dæmi um það. Þetta er ekki illska heldur er þetta bara fáfræði. sumar stöður getur maður vissulega ekki unnið áfram. Til dæmis ábyrgðarstöður. Þá verður maður að einfalda en það er oft hægt að finna aðrar stöður og aðlaga,“ segir Sigurbjörg. Samtökin vilja vekja athygli á málinu enda gríðarlega mikilvægt að fólk með heilabilun einangrist ekki. „Það er svo mikilvægt að halda áfram lífi sínu þó maður fái þennan sjúkdóm. Öll höfum við hlutverk í lífinu og við viljum gefa af okkur og þiggja og að vera tekin úr vinnu of snemma getur haft mikil áhrif á sjálfsmynd fólks,“ segir Sigurbjörg.
Heilbrigðismál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira