Tyrkir vildu loka á félagasamtök sem þeir telja tengjast Fethullah Gülen Birgir Olgeirsson skrifar 14. júlí 2020 18:17 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Vísir/Vilhelm Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún. Tyrkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Alvarleg kreppa blasir við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu að mati Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eftir að áframhaldandi setu hennar í starfi forstjóra stofnunarinnar var hafnað. Ingibjörg Sólrún var forstjóri í þrjú ár og hafði lýst áhuga á að halda því starfi áfram. Hún hlaut ekki brautargengi ásamt þremur öðrum yfirmönnum ÖSE. Samþykki þarf að liggja fyrir hjá öllum aðildarríkjum ÖSE fyrir stórum ákvörðunum. Ingibjörg Sólrún naut ekki stuðnings Tyrkja og Tadsíka því hún beitt sér ekki fyrir að loka fundum stofnunarinnar fyrir tilteknum frjálsum félagasamtökum. „Þetta eru til dæmis ein félagasamtök í Þýskalandi sem aðstoða tyrkneska flóttamenn í Þýskalandi. Þetta eru samtök rithöfunda og blaðamanna í Tyrklandi, þetta eru samtök sem eru að vinna að mannréttindamálum. Tyrkirnir halda því fram að þessi samtök séu með tengsl við Fethullah Gülen sem þeir segja að hafi verið á bak við þetta misheppnaða valdarán í Tyrklandi árið 2016. En það eru engar sannanir fyrir því og á meðan svo er get ég ekki tekið svona ákvörðun,“ segir Ingibjörg Sólrún. Með því að leyfa frjálsum félagasamtökum að sitja þessa fundi geta þau lagt fram sín mál og kvartað ef stjórnvöld innleiða ekki þær skuldbindingar sem þeim ber að gera. Ingibjörg segir það bæði styrk og veikleika ÖSE að samþykki allra aðildarríkja þurfi. Ekki sé hægt að hrófla við góðum skuldbindingum, hins vegar sé erfiðara að fá forystu samþykkta. Hún segir erfiða kreppu blasa við samtökunum. „Núna eru allar þessar stöður opnar og það verður enginn þarna ráðinn til forystu fyrr en í fyrsta lagi í desember. Mér segir svo hugur að það muni ekki takast í desember, það er ráðherrafundur þá. Ég held því að þetta geti orðið dálítið langvarandi krísa, þó ég voni sannarlega að svo verði ekki,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Tyrkland Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira