Hvað gerðist eiginlega í leik Wigan og Hull? Ísak Hallmundarson skrifar 15. júlí 2020 15:30 Ótrúleg úrslit. getty/Martin Rickett Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi. Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Ein ótrúlegustu úrslit í sögu fótbolta á Englandi áttu sér stað í Championship-deildinni í gær, sem er næstefsta deildin á Englandi. Wigan sigraði þá Hull 8-0, þar sem staðan í hálfleik var 7-0. Wigan, sem er við það að verða gjaldþrota, skoraði sjö mörk í hálfleik gegn arfaslöku liði Hull. Kal Naismith skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu, en annað mark Wigan kom ekki fyrr en á 27. mínútu og skoraði liðið sex mörk á síðustu 20 mínútunum í fyrri hálfleik. Eftir að Kiefer Moore skoraði á 27. mínútu bættu Jamal Lowe, Joseph Williams og Kieran McDowell við einu marki hver, auk þess sem Moore bætti við sínu öðru marki í leiknum. Á 65. mínútu bætti McDowell við öðru marki sínu í leiknum og áttunda marki Wigan og var það síðasta mark leiksins. Wigan jafnaði þar með stærsta sigurinn í deildinni frá því hún fékk nafnið Championship árið 2004, en árið 2014 vann Bournemouth 8-0 útisigur á Birmingham. Þetta var einnig í fyrsta skipti sem lið skorar átta mörk á heimavelli í næstefstu deild síðan árið 1987, þegar Manchester City vann Huddersfield 10-1. Þetta var jafnframt versta tap Hull síðan árið 1911 og stærsti sigur Wigan frá upphafi. Grant McCann, þjálfari Hull, biðst afsökunar á leiknum. „Þetta særir okkur. Það eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmenn afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum, því þetta var óásættanlegt og ég er miður mín vegna þess. Við fengum á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti fram. Við stóðum á hliðarlínunni og hugsuðum að þetta yrði aldrei búið. Við mættum einfaldlega ekki til leiks, þetta var niðurlægjandi,“ sagði McCann. Hull situr í fallsæti og hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 18 leikjum og tapað 14 af þeim. Fyrir leikinn hafði Wigan skorað næstfæst mörk í deildinni, en þessi stóri sigur gerir það að verkum að liðið er komið í jákvæða markatölu í fyrsta sinn á tímabilinu. Wigan er tólf stigum fyrir ofan fallsæti en liðið á einmitt yfir höfði sér að það verði dregin tólf stig af því, vegna yfirvofandi gjaldþrots. Markatalan gæti því spilað stórt hlutverk í að halda liðinu uppi.
Enski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira