Óð úr einu í annað á furðulegum „blaðamannafundi“ Kjartan Kjartansson skrifar 15. júlí 2020 11:04 Trump fór mikinn á því sem átti að vera blaðamannafundur en varð í reynd að kosningafundi þar sem hann fann Joe Biden flest til foráttu. Framboð forsetans aflýsti kosningafundi í New Hampshire um helgina. Formlega ástæðan var veður en eftirspurn eftir miðum var minni en oftast áður vegna kórónuveirufaraldursins sem enn geisar í Bandaríkjunum. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. Í viðtali hafnaði hann forsendum spurningar um hvers vegna svartir Bandaríkjamenn falla fyrir hendi lögreglumanna. Hvíta húsið boðaði til þess sem átti að nafninu til að vera blaðamannafundur um ákvörðun Bandaríkjastjórnar að beita Kína refsiaðgerðum vegna nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga í Hong Kong. Af þeim 63 mínútum sem Trump talaði svaraði hann aftur á móti aðeins spurningum í sex mínútur. Umfjöllunarefni hans var sjaldnast málefni Kína og Hong Kong og breyttist eðli hans fljótt í kosningafund þar sem Trump beindi spjótum sínum að pólitískum keppinauti sínum. Fréttaritari New York Times í Hvíta húsinu segir að jafnvel á mælikvarða Trump sem er ekki þekktur fyrir að halda sig við handrit í ræðum hafi fundurinn í gær verið sérstaklega laus í reipunum. Forsetinn hafi vaðið úr einu yfir í annað. Jafnvel þeir sem eru kunnugir hugðarefnum Trump og frásagnarhætti hans hafi á köflum átt erfitt með að skilja við hvað forsetinn átti. Þannig virtist Trump halda því fram að gluggar heyrðu sögunni til ef Biden, fyrrverandi varaforseti sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, nær kjöri í kosningunum í nóvember. Biden myndi þar að auki leggja af úthverfi almennt og leggja efnahag Bandaríkjanna í rúst. Harmaði forsetinn að Biden hefði fært sig „svo langt til hægri“ en átti við til vinstri í stjórnmálum. Biden kynnti fyrr um daginn áætlun sína í loftslagsmálum sem var tilefni ummæla Trump. „Hún þýðir í raun og veru engir gluggar,“ fullyrti Trump um áætlun demókratans. Efaðist um vitsmuni Biden Í óhnitmiðaðri einræðu tæpti Trump á Kína, kórónuveirufaraldrinum, Parísarsamkomulaginu, hrörnandi hraðbrautum, útgjöldum til hersins, efnahagslífinu, skatta á orku, viðskipti við Evrópu, ólöglegum komum innflytjenda, vináttu sinni við forseta Mexíkó, glæpum í Chicago, dauðarefsingum, menntamálum og styttum af sögulegum persónum. Oft flakkaði hann á milli umræðuefna, sérstaklega Kína og kórónuveirunnar. Fréttamenn máttu oft og tíðum hafa sig alla við að fylgja eftir við hvað forsetinn átti, til dæmis þegar hann ræddi um samstarfssamninga við lönd Mið-Ameríku um að koma í veg fyrir að fólk þaðan fari ólöglega inn í Bandaríkin. „Við erum með frábæra samninga þar sem Biden og [Barack] Obama [fyrrverandi forseti] komu einu sinni með morðingjana út, þeir sögðu þá ekki koma með þá aftur inn í landið okkar, við viljum þá ekki. Jæja, við verðum, við viljum þá ekki. Þeir vildu ekki taka við þeim. Nú með okkur taka þeir við þeim. Einhvern daginn skal ég segja ykkur hvers vegna. Einhvern daginn segi ég ykkur hvers vegna. En þeir taka við þeim og þeir taka við þeim með mikilli ánægju. Þeir fóru einu sinni með þá út og þeir leyfðu ekki einu sinni flugvélunum að lenda ef þeir komu með þá til baka með flugvélum. Þeir hleyptu rútunum ekki inn í landið þeirra. Þeir sögðu við viljum þá ekki. Þeir sögðu nei en þeir komu ólöglega inn í landið okkar og þeir eru morðingjar, þeir eru morðingjar í sumum tilfellum,“ sagði Trump. Þrátt fyrir þetta efaðist Trump um að Biden væri með öllum mjalla. Undanfarnar vikur hefur forsetinn ítrekað ýjað að því að Biden þjáist af vitglöpum. Þegar Trump stærði sig af því að hafa komið læknum sínum í opna skjöldu með því að standast próf um vitsmunalega getu með glæsibrag á dögunum sakaði hann Biden um að geta ekki staðist slíkt próf. Hvíta húsið hefur ekki viljað birta prófið og niðurstöður Trump. Joe Biden (t.v.) mælist nú með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump forseta í skoðanakönnunum á landsvísu. Viðbrögð Trump við kórónuveirufaraldrinum annars vegar og mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hins vegar eru talin ástæða þess að Trump hefur dregist verulega aftur úr.Vísir/AP Hafnaði að svartir séu frekar drepnir en hvítir Enn tók forsetinn harðari afstöðu en margir félagar hans í Repúblikanaflokknum þegar hann var spurður út í mál sem tengjast miklum mótmælum sem blossuðu upp í vor gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í viðtali sem hann veitti CBS-sjónvarpsstöðinni í gær. Hafnaði Trump þeirri staðreynd að svartir Bandaríkjamenn verði frekar fyrir lögregluofbeldi en hvítir þegar fréttamaður spurði hann hvers vegna svartir deyja enn fyrir hendi lögreglumanna. „Það gerir hvítt fólk líka. Það gerir hvítt fólk líka. En hræðileg spurning til að spyrja. Það gerir hvítt fólk líka. Fleira hvítt fólk, annars, fleira hvítt fólk,“ svaraði Trump. In interview with @realDonaldTrump, @CBS_Herridge asked the president why he thinks African Americans are still dying at the hands of law enforcement in this country. His answer is revealing. See more on @cbseveningnews and @cbsthismorning. pic.twitter.com/6VQFpqB8AT— Ed O'Keefe (@edokeefe) July 14, 2020 Rétt er að í heildina falla fleiri hvítir Bandaríkjamenn fyrir hendi lögreglumanna en svartir. Þegar tekið er tillit til mannfjölda er fólk af öðrum kynþáttum aftur á móti hlutfallslega líklegra til að sæta lögregluofbeldi. Þannig eru svartir Bandaríkjamenn 2,8 sinnum líklegri til að vera drepnir af lögreglumönnum en hvítir. Í sama viðtali kom Trump enn fána Suðurríkjasambandsins sáluga til varnar. Fáninn hefur lengi verið bitbein á milli þeirra sem telja hann sársaukafullan minnisvarða um þrælahald og borgarastríðið, mesta sundrungartímabil bandarískrar sögu, annars vegar og þeirra sem telja hann aðeins merki um stolt suðurríkjafólks hins vegar. Mississippi varð á dögunum síðasta ríki Bandaríkjanna til að fjarlægja táknið úr ríkisfána sínum. Þá hefur bandaríski herinn og kappakstursmótaröðin NASCAR bannað fánann á undanförnum vikum. „Fyrir mér er þetta tjáningarfrelsi. Mjög einfalt. Hvort sem þér líkar hann, líkar hann ekki, þetta er tjáningarfrelsi,“ sagði Trump. Viðbrögð Trump við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis í maí er talin hluta ástæðu þess að vinsældum forsetans fer dvínandi og hann mælist nú töluvert langt á eftir Biden í skoðanakönnunum. Þær benda jafnframt til þess að samskipti kynþáttanna sé sá málaflokkur sem kjósendur treysta Trump verst til að fara með. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hong Kong Dauði George Floyd Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakaði Joe Biden, væntanlegan mótframbjóðanda sinn, um að ætla að binda enda á glugga og úthverfi á furðulegum fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu í gær. Í viðtali hafnaði hann forsendum spurningar um hvers vegna svartir Bandaríkjamenn falla fyrir hendi lögreglumanna. Hvíta húsið boðaði til þess sem átti að nafninu til að vera blaðamannafundur um ákvörðun Bandaríkjastjórnar að beita Kína refsiaðgerðum vegna nýrra og umdeildra þjóðaröryggislaga í Hong Kong. Af þeim 63 mínútum sem Trump talaði svaraði hann aftur á móti aðeins spurningum í sex mínútur. Umfjöllunarefni hans var sjaldnast málefni Kína og Hong Kong og breyttist eðli hans fljótt í kosningafund þar sem Trump beindi spjótum sínum að pólitískum keppinauti sínum. Fréttaritari New York Times í Hvíta húsinu segir að jafnvel á mælikvarða Trump sem er ekki þekktur fyrir að halda sig við handrit í ræðum hafi fundurinn í gær verið sérstaklega laus í reipunum. Forsetinn hafi vaðið úr einu yfir í annað. Jafnvel þeir sem eru kunnugir hugðarefnum Trump og frásagnarhætti hans hafi á köflum átt erfitt með að skilja við hvað forsetinn átti. Þannig virtist Trump halda því fram að gluggar heyrðu sögunni til ef Biden, fyrrverandi varaforseti sem verður að öllum líkindum forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, nær kjöri í kosningunum í nóvember. Biden myndi þar að auki leggja af úthverfi almennt og leggja efnahag Bandaríkjanna í rúst. Harmaði forsetinn að Biden hefði fært sig „svo langt til hægri“ en átti við til vinstri í stjórnmálum. Biden kynnti fyrr um daginn áætlun sína í loftslagsmálum sem var tilefni ummæla Trump. „Hún þýðir í raun og veru engir gluggar,“ fullyrti Trump um áætlun demókratans. Efaðist um vitsmuni Biden Í óhnitmiðaðri einræðu tæpti Trump á Kína, kórónuveirufaraldrinum, Parísarsamkomulaginu, hrörnandi hraðbrautum, útgjöldum til hersins, efnahagslífinu, skatta á orku, viðskipti við Evrópu, ólöglegum komum innflytjenda, vináttu sinni við forseta Mexíkó, glæpum í Chicago, dauðarefsingum, menntamálum og styttum af sögulegum persónum. Oft flakkaði hann á milli umræðuefna, sérstaklega Kína og kórónuveirunnar. Fréttamenn máttu oft og tíðum hafa sig alla við að fylgja eftir við hvað forsetinn átti, til dæmis þegar hann ræddi um samstarfssamninga við lönd Mið-Ameríku um að koma í veg fyrir að fólk þaðan fari ólöglega inn í Bandaríkin. „Við erum með frábæra samninga þar sem Biden og [Barack] Obama [fyrrverandi forseti] komu einu sinni með morðingjana út, þeir sögðu þá ekki koma með þá aftur inn í landið okkar, við viljum þá ekki. Jæja, við verðum, við viljum þá ekki. Þeir vildu ekki taka við þeim. Nú með okkur taka þeir við þeim. Einhvern daginn skal ég segja ykkur hvers vegna. Einhvern daginn segi ég ykkur hvers vegna. En þeir taka við þeim og þeir taka við þeim með mikilli ánægju. Þeir fóru einu sinni með þá út og þeir leyfðu ekki einu sinni flugvélunum að lenda ef þeir komu með þá til baka með flugvélum. Þeir hleyptu rútunum ekki inn í landið þeirra. Þeir sögðu við viljum þá ekki. Þeir sögðu nei en þeir komu ólöglega inn í landið okkar og þeir eru morðingjar, þeir eru morðingjar í sumum tilfellum,“ sagði Trump. Þrátt fyrir þetta efaðist Trump um að Biden væri með öllum mjalla. Undanfarnar vikur hefur forsetinn ítrekað ýjað að því að Biden þjáist af vitglöpum. Þegar Trump stærði sig af því að hafa komið læknum sínum í opna skjöldu með því að standast próf um vitsmunalega getu með glæsibrag á dögunum sakaði hann Biden um að geta ekki staðist slíkt próf. Hvíta húsið hefur ekki viljað birta prófið og niðurstöður Trump. Joe Biden (t.v.) mælist nú með allt að tíu prósentustiga forskot á Trump forseta í skoðanakönnunum á landsvísu. Viðbrögð Trump við kórónuveirufaraldrinum annars vegar og mótmælum gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi hins vegar eru talin ástæða þess að Trump hefur dregist verulega aftur úr.Vísir/AP Hafnaði að svartir séu frekar drepnir en hvítir Enn tók forsetinn harðari afstöðu en margir félagar hans í Repúblikanaflokknum þegar hann var spurður út í mál sem tengjast miklum mótmælum sem blossuðu upp í vor gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í viðtali sem hann veitti CBS-sjónvarpsstöðinni í gær. Hafnaði Trump þeirri staðreynd að svartir Bandaríkjamenn verði frekar fyrir lögregluofbeldi en hvítir þegar fréttamaður spurði hann hvers vegna svartir deyja enn fyrir hendi lögreglumanna. „Það gerir hvítt fólk líka. Það gerir hvítt fólk líka. En hræðileg spurning til að spyrja. Það gerir hvítt fólk líka. Fleira hvítt fólk, annars, fleira hvítt fólk,“ svaraði Trump. In interview with @realDonaldTrump, @CBS_Herridge asked the president why he thinks African Americans are still dying at the hands of law enforcement in this country. His answer is revealing. See more on @cbseveningnews and @cbsthismorning. pic.twitter.com/6VQFpqB8AT— Ed O'Keefe (@edokeefe) July 14, 2020 Rétt er að í heildina falla fleiri hvítir Bandaríkjamenn fyrir hendi lögreglumanna en svartir. Þegar tekið er tillit til mannfjölda er fólk af öðrum kynþáttum aftur á móti hlutfallslega líklegra til að sæta lögregluofbeldi. Þannig eru svartir Bandaríkjamenn 2,8 sinnum líklegri til að vera drepnir af lögreglumönnum en hvítir. Í sama viðtali kom Trump enn fána Suðurríkjasambandsins sáluga til varnar. Fáninn hefur lengi verið bitbein á milli þeirra sem telja hann sársaukafullan minnisvarða um þrælahald og borgarastríðið, mesta sundrungartímabil bandarískrar sögu, annars vegar og þeirra sem telja hann aðeins merki um stolt suðurríkjafólks hins vegar. Mississippi varð á dögunum síðasta ríki Bandaríkjanna til að fjarlægja táknið úr ríkisfána sínum. Þá hefur bandaríski herinn og kappakstursmótaröðin NASCAR bannað fánann á undanförnum vikum. „Fyrir mér er þetta tjáningarfrelsi. Mjög einfalt. Hvort sem þér líkar hann, líkar hann ekki, þetta er tjáningarfrelsi,“ sagði Trump. Viðbrögð Trump við mótmælum í kjölfar dauða George Floyd í haldi lögreglu í Minneapolis í maí er talin hluta ástæðu þess að vinsældum forsetans fer dvínandi og hann mælist nú töluvert langt á eftir Biden í skoðanakönnunum. Þær benda jafnframt til þess að samskipti kynþáttanna sé sá málaflokkur sem kjósendur treysta Trump verst til að fara með.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hong Kong Dauði George Floyd Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58 Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Tóku fánann með suðurríkjakrossi niður í hinsta sinn Þjóðvarðliðar í Mississippi brutu fyrrum fána ríkisins saman í síðasta skipti við athöfn við ríkisþinghúsið í Jackson í gær. Fáninn var sá síðasti í Bandaríkjunum sem var enn með merki gamla Suðurríkjasambandsins. 2. júlí 2020 14:58
Biden með afgerandi forskot í skoðanakönnunum Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, líklegur forsetaframbjóðandi demókrata, hefði afgerandi sigur á Donald Trump Bandaríkjaforseta í kosningum sem fara fram í nóvember. 9. júlí 2020 23:40