Óttast að útlitið dökkni á haustmánuðum Telma Tómasson skrifar 15. júlí 2020 13:27 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Egill Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunarinnar óttast að útlitið á vinnumarkaði muni dökkna á haustmánuðum. Atvinnuleysi breyttist þó lítið milli júní og júlí. Í júnímánuði nam atvinnuleysi 7,5 prósentum og er mjög svipað nú í júlí, eða á bilinu 7,3-7,7prósent, samkvæmt nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar. Jákvætt er að atvinnuleysi tengt hlutabótaleiðinni svokölluðu hefur á lækkað hraðar en ráð var gert fyrir. Fjöldi atvinnulausra var mestur á Suðurnesjum og jókst um eitt prósent í júní. Nemur atvinnuleysi á svæðinu 13,2 prósentum. „Það er alltaf versta ástandið á Suðurnesjum áfram þó það hafi lagast mikið í júní og maí, og hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru svæðin sem fara verst út úr þessu. Suðurlandið er líka viðkvæmt, þar hefur alltaf verið mikil ferðaþjónusta,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar í samtali við Vísi. Eins og spáð hefur verið er útlit fyrir að atvinnuleysi muni aukast nokkuð skarpt með í ágúst og með haustinu þegar áhrifa hópuppsagna fer að gæta, en alls hefur 7.400 verið sagt upp störfum í hópuppsögnum síðustu mánuði hjá um 110 fyrirtækjum. Atvinnuleysi í landinu gæti þá numið frá 8-9%. „Við óttumst það. Það voru ansi miklar uppsagnir á vormánuðum. Fólk var að vinna uppsagnarfrestinn og alveg óskrifað blað hvað af því fólki heldur starfinu sínu áfram, sem við vonum að verði sem flestir en einhverjir munu náttúrulega missa vinnuna alveg, það er alveg ljóst.“ Fólk á aldursbilinu 30 til 50 ára er fjölmennast á skrá hjá Vinnumálstofnun. En hvernig reiðir erlendum starfsmönnum af?„Það er bara í takti við okkur Íslendinga. Okkur Íslendingum hefur fjölgað hraðar því það var svo mikill fjöldi sem missti vinnuna í vor og sumar. Hlutfallslegar hefur Íslendingum fjölgað. En ég sé það á skránni núna að útlendingarnir eru aftur orðnir 40% af þeim sem eru að leita sér að vinnu hér á landi,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Sjá meira
Gera ráð fyrir svipuðu atvinnuleysi í júlí en aukningu í ágúst Atvinnuleysi í landinu hefur ekki tekið miklum breytingum frá því í júní, þegar það nam 7,5%. Í nýrri skýrslu Vinnumálastofnunar kemur fram að gert sé ráð fyrir að atvinnuleysi verði áfram svipað í júlí, eða á bilinu 7,3%-7,7%. 15. júlí 2020 06:55