Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 19:07 Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf., ræðir hér við þernu á Herjólfi í dag. Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp. Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp.
Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira