Stjórnarformaður Herjólfs ræddi málin við verkfallsmenn þegar gamli Herjólfur lagði úr höfn Birgir Olgeirsson skrifar 15. júlí 2020 19:07 Arnar Pétursson, stjórnarformaður Herjólfs ohf., ræðir hér við þernu á Herjólfi í dag. Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp. Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Herjólfur ohf. ákvað að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi í dag þrátt fyrir verkfall hluta áhafnar þess nýja. Sjómannafélag Íslands segir það klárt verkfallsbrot og lítur þetta útspil alvarlegum augum. Herjólfur ohf. tilkynnti í morgun að gamli Herjólfur myndi sigla fjórar ferðir milli lands og eyja. Þetta sætti furðu margra því vinnustöðvun félagsmanna Sjómannafélags Íslands sem starfa á nýja Herjólfi stendur yfir. Gamli Herjólfur komst ekki fyrstu ferðina því einn af vélstjórum hans neitaði að fara með. Við Herjólfsbryggjuna mátti sjá Arnar Pétursson stjórnarformann Herjólfs ohf. ræða málin við starfsmenn sem mótmæltu siglingu gamla Herjólfs. Arnar hefur sagt í fjölmiðlum að þernur á Herjólfi séu með rúmar 800 þúsund krónur í heildartekjur á mánuði og hásetar með rúma milljón króna í heildarlaun á mánuði. Herjólfur ohf. telur það ekki verkfallsbrot að sigla gamla Herjólfi. „Það eru bara félagsmenn í Sjómannafélagi Íslands sem eru í verkfalli. Aðrir starfsmenn mega sigla. Þeir voru beðnir að sigla og sigldu,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Sjómannafélagið lítur þetta útspil alvarlegum augum. „Þetta hleypur illu blóði í fólkið. Ég var á fundi með starfsfólki á áðan og það er slegið,“ segir Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Næsta vinnustöðvun er boðuð í næstu viku. Verði af henni mun sjómannafélagið bregðast hart við. „Þetta útspila þeirra í morgun kom okkur algjörlega á óvörum. Við vorum ekki tilbúnir í svona skrípaleik en við verðum tilbúnir þá.“ Hvað ætlið þið að gera? „Það kemur í ljós,“ segir Bergur. Deilan er hjá ríkissáttasemjara en enginn fundur boðaður. Sjómannafélagið vill fjölga áhöfnum Herjólfs og skerða starfshlutfall en halda sömu kjörum. „Við glímum við afleiðingar kórónuveirunnar með algjöra óvissu næstu mánuði og fram að vori 2021. Það ræður ekkert félag við svona kröfur undir svona kringumstæðum,“ segir Guðbjartur Ellert. „Auðvitað er það óþolandi fyrir Eyjamenn að hafa engar ferðir á milli lands og eyja. En þetta er okkar eina vopn til að fá þetta fólk að samningaborðinu.“ Uppfært klukkan 19:50: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var tekið fram að orðaskipti Arnars Péturssonar, stjórnarformanns Herjólfs ohf., og verkfallsmanna hefðu verið snörp. Samkvæmt Arnari sjálfum og þeim sem sjást eiga orðaskipti við hann, voru þau orðaskipti alls ekki snörp. Því var fyrirsögn fréttarinnar leiðrétt sem og orðalag fréttarinnar þar sem orðaskiptin voru sögð snörp.
Vestmannaeyjar Herjólfur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira