Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 15. júlí 2020 20:56 Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Stöð 2 Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua. Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira
Forseti Bandaríkjanna segir að ríki sem noti fjarskiptakerfi kínverska fyrirtækisins Huawei geti ekki átt viðskipti við Bandaríkin. Kínverjar segja Bandaríkjamenn koma sínu fram með hótunum við önnur ríki. Bresk stjórnvöld létu undan þrýstingi Bandaríkjastjórnar í gær og bönnuðu aðkomu kínverska tæknifyrirtækisins Huawei að uppbyggingu 5G fjarskiptakerfisins. Trump forseti Bandaríkjanna segir ekki hægt að treysta búnaði fyrirtækisins sem komið er lengst allra fyrirtækja í heiminum í þróun 5G samskiptakerfisins. „Við sannfærðum mörg ríki, aðallega að mínu frumkvæði að nota ekki Huawei, því við teljum það alls ekki öruggt. Ég fékk mörg ríki ofan af því að nota það. Vilji þau eiga viðskipti við okkur geta þau ekki notað það,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum. Bretar leggja mikla áherslu á að ná góðum viðskiptasamningi við Bandaríkin eftir að þau missa beinan aðgang að innri markaði ESB þegar úrsögn þeirra úr sambandinu tekur endanlega gildi um næstu áramót. Talskona kínverska utanríkisráðuneytisins segir Breta hafa lagst á sveif með Bandaríkjastjórn í órökstuddum ofsóknum hennar gegn kínverskum fyrirtækjum og þannig brotið gegn alþjóðlegum viðskiptareglum. „Þetta er ekki vandi eins fyrirtækis eða iðngreinar. Bretland hefur nú þegar gert viðskipta- og tæknimál að pólitísku álitaefni. Kínversku viðskiptaöryggi á Bretlandi er ógnað. Málið snýst um hvort við getum treyst á að breskur markaður hafi hreinskilni og sanngirni án mismununar að leiðarljósi,“ sagði Hua Chunying, talskona kínverska utanríkisráðuneytisins. Eftir tuttugu ára farsælt samstarf Breta og Huawei stefni bresk stjórnvöld viðskiptahagsmunum sínum við Kína í hættu. „Þetta sannar fyrir þjóðum heims að það er ekki Kína heldur Bandaríkin sem sá fræjum ágreinings, hótana og kúgunar hjá öðrum,“ sagði Hua.
Kína Bandaríkin Bretland Huawei Fjarskipti Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Sjá meira