Hafa áhyggjur af „sjálfsprottnum“ útihátíðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2020 15:44 Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins. Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögregla hafi vissulega áhyggjur af samkomum og „sjálfsprottnum“ útihátíðum, sem kynnu að brjóta samkomubann, yfir verslunarmannahelgina. Ekki væri enn búið að ákveða hvort gerðar yrðu sérstakar ráðstafanir vegna þessa. Mbl greindi frá því í dag að lögregla í Vestmannaeyjum hefði áhyggjur af mikilli hópamyndun um verslunarmannahelgina, þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst. Enn eigi margir bókaða gistingu í Heimaey og þannig væri hætta á að „sjálfsprottnar“ útihátíðir mynduðust í bænum þessa helgi; hátíðir þar sem fleiri en 500 manns koma saman. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum biðlaði sérstaklega til fólks að sýna af sér ábyrga hegðun um verslunarmannahelgina. „Ég vil biðja til fólks að taka ábyrga afstöðu og hegðun þegar kemur að verslunarmannahelginni. Við erum þegar byrjuð að leiða hugann að henni. Það er ljóst að mjög margir vilja skemmta sér eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina með tilheyrandi útilegu og gleði en við viljum endilega hvetja fólk til að fara mjög varlega og huga að þeim markmiðum sem eru á bak við þessar takmarkanir sem eru í gildi og tilgang þeirra,“ sagði Rögnvaldur á upplýsingafundi almannavarna í dag. Inntur eftir því hvort lögregla undirbyggi nú sérstakar aðgerðir vegna áðurnefndra „sjálfsprottinna“ útihátíða um verslunarmannahelgina sagði Rögnvaldur að hún væri enn ekki komin á það stig. „En þetta er vissulega eitthvað sem við höfum áhyggjur af. Svona hátíðir hafa sprottið upp í gegnum tíðina. Og eins og komið var inn á í byrjun þá er mikilvægt að fólk átti sig á og muni af hverju þessar ráðstafanir eru í gangi og það væri æskilegt að fólk gæti hjálpað okkur með það.“ Þá yrði bætt í viðbúnað lögreglu um verslunarmannahelgina, líkt og iðulega er gert yfir þessa aðalferðahelgi ársins.
Samkomubann á Íslandi Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16 Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Telur tilefni til tilslakana eftir verslunarmannahelgi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ýjar að því að hann muni leggja til að núverandi samkomubann verði rýmkað eftir verslunarmannahelgi. 16. júlí 2020 14:16
Óttast mest einkennalausar félagsverur Þórólfur Guðnason segir það hafa komið sér á óvart hversu vel „opnun landamæra“ Íslands hefur tekist til þessa. 16. júlí 2020 14:50