Stutt svar Elísabetar við væli andstæðinganna: „Þrjú stig“ Sindri Sverrisson skrifar 17. júlí 2020 12:30 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad um langt árabil. mynd/@kristianstadsdff Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020 Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Kristianstad, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, vann sterkan sigur gegn Eskilstuna á útivelli, 3-2, í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Eskilstunafólk kvartaði og kveinaði eftir tapið. Kristianstad fékk afar erfiða leikjadagskrá í upphafi þessa tímabils en í fyrstu fjórum leikjunum hefur liðið mætt fjórum efstu liðunum frá síðustu leiktíð. Kristianstad tapaði gegn meisturum Rosengård og Gautaborg, gerði svo 3-3 jafntefli við Vittsjö en vann Eskilstuna á útivelli. Eskilstuna var manni færra frá 12. mínútu en þá kom Therese Ivarsson Kristianstad yfir úr víti. Eskilstuna náði að jafna og komast yfir á 59. mínútu, en Svava Rós Guðmundsdóttir jafnaði metin skömmu síðar. Sigurmark Kristianstad skoraði Eveliina Summanen á 83. mínútu. Felicia Rogic, leikmaður Eskilstuna, og þjálfarinn Magnus Karlsson voru ekki par hrifin af því hvernig Kristianstad spilaði leikinn. „Vissulega fengu þær öll stigin en… að liggja svona aftarlega á vellinum og spila svona hægt manni fleiri. Mér fannst þær virkilega lélegar, og þú mátt skrifa það,“ sagði Rogic við Eskilstuna-Kuriren. Þjálfarinn Karlsson bætti við: „Þær þurftu víti, eitt langskot og skyndisókn eftir misheppnaða sendingu til að vinna okkur þó að við værum með 10 leikmenn í 80 mínútur. Þær gerðu ekki margt annað sem að ógnaði okkur.“ Elísabet deildi ummælum þeirra á Twitter, og skrifaði einfaldlega kankvís; „Þrjú stig“. 3 poäng pic.twitter.com/0B3alW13cd— Elisabet Gunnarsdótt (@ElisabetGunnarz) July 17, 2020
Sænski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02 Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00 Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51 Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Svava Rós skoraði í sigri | Glódís aftur á beinubrautina Glódís Perla Viggósdóttir var á sínum stað í vörn Rosengård sem vann 3-0 sigur á Vaxsjö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 15. júlí 2020 19:02
Glódís skoraði sigurmarkið í endurkomu Elísabetar Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta og eina mark leiksins er Rosengård vann 1-0 sigur á Kristianstads í sænska boltanum í dag. 4. júlí 2020 18:00
Elísabet Gunnars getur ekki þjálfað lið Kristianstad vegna veikinda Elísabet Gunnarsdóttir þarf að taka sér frí frá þjálfun á næstunni en lið hennar Kristianstad á að spila fyrsta leikinn í sænsku deildinni 28. júní næstkomandi. 2. júní 2020 12:51
Elísabet segir hópinn aldrei hafa litið betur út Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni er full tilhlökkunar fyrir komandi tímabili. 1. júní 2020 19:00