Krísufundur hjá flugfreyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 14:51 Flugfreyjur funda nú í höfuðstöðvum FFÍ í Kópavogi. Vísir/friðrik Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins. Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands sitja nú á rökstólum í höfuðstöðvum félagsins við Hlíðasmára í Kópavogi. Þungt hljóð er í félagsmönnum eftir að Icelandair tilkynnti um uppsögn allra flugfreyja og þjóna félagsins, þess hefur t.a.m. verið óskað að sett verði upp áfallamiðstöð þangað sem félagsmenn geti sótt stuðning. Engin formleg viðbrögð hafa fengist frá Flugfreyjufélaginu síðan Icelandair tilkynnti um ákvörðun sína klukkan 13:30. Um 900 flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp í byrjun maí en í dag sagði Icelandair upp þeim 38 flugfreyjum og flugþjónum sem ekki voru fyrir á uppsögn. Áfram flugfreyjur hjá félaginu Icelandair segist nú ætla að leita til annars íslensks stéttarfélags um framtíðarkjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Með þessu segist flugfélagið þó ekki vera að leggja starfsheitinu flugfreyjur og þjónar - „Nei, en öryggis- og þjónustuliði er hið opinbera orð sem notað er í íslensku regluverki,“ segir í svari Icelandair við fyrirspurn fréttastofu. Hlutverk öryggis- og þjónustuliða verður fyrst og fremst að passa öryggið um borð. Þjónustustig um borð í vélum Icelandair mun áfram taka mið af þeim ráðstöfunum sem gerðar hafa verið vegna COVID-19 og verður því í lágmarki. Flugmenn Icelandair munu ganga í þessi störf þangað til að Icelandair hefur samið við annað stéttarfélag. Icelandair segist geta leitað til „þónokkurra“ stéttarfélaga en að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um hver það verður. Sem fyrr segir funda flugfreyjur nú í Kópavogi. Fréttastofan hefur leitað eftir viðbrögðum frá starfandi formanni FFÍ, Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, en ekki hefur náðst á hana. Ljóst er að ákvörðun Icelandair hefur verið mörgum þeirra þungbær og hefur verið kallað eftir því, í lokuðum Facebook-hóp FFÍ, að sett verði á laggirnar úrræði þangað sem félagsmenn geta leitað eftir stuðningi. „Þvílíkt áfall, sorg, reiði og óvirðing í okkar garð,“ skrifar einn félagsmaður eftir tíðindi dagsins.
Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Tengdar fréttir Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Viðræðum slitið og öllum flugfreyjum sagt upp Icelandair hefur lokið kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands án árangurs. 17. júlí 2020 13:35
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54