Lukaku bjargaði stigi fyrir Inter Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2020 21:38 Romelu Lukaku hefur þegar tekist að rjúfa tuttugu marka múrinn á sínu fyrsta tímabili í ítölsku A-deildinni. VÍSIR/GETTY Inter Milan heimsótti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld og eygði þess von að minnka forystu toppliðs Juventus niður í þrjú stig. Hollenski varnarmaðurinn Stefan De Vrij kom Inter yfir snemma leiks en Leonardo Spinazzola jafnaði metin fyrir Rómverja á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Henrikh Mkhitaryan kom Roma í forystu á 57.mínútu en á 88.mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Romelu Lukaku steig á punktinn og skoraði en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-2 og Inter fimm stigum frá Juventus, sem á leik til góða á morgun gegn Lazio. Ítalski boltinn
Inter Milan heimsótti Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld og eygði þess von að minnka forystu toppliðs Juventus niður í þrjú stig. Hollenski varnarmaðurinn Stefan De Vrij kom Inter yfir snemma leiks en Leonardo Spinazzola jafnaði metin fyrir Rómverja á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Henrikh Mkhitaryan kom Roma í forystu á 57.mínútu en á 88.mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu. Romelu Lukaku steig á punktinn og skoraði en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 2-2 og Inter fimm stigum frá Juventus, sem á leik til góða á morgun gegn Lazio.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti