Leiðtogar ESB funda um risavaxinn björgunarpakka Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2020 19:30 Thierry Monasse/Getty Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti. Evrópusambandið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsins gera úrslitatilraun til að ná saman um risavaxinn björgunarpakka til aðildarríkjanna vegna efnahagsáfallsins að völdum kórónuveirufaraldurins. Suðurríki álfunnar leggja áherslu á skjótar aðgerðir og styrki en nokkur ríki í norðurálfunni vilja skilyrði fyrir þeim. Leiðtogar 27 aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman við sama borð í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar.Thierry Monasse/Getty Leiðtogaranir komu saman til helgarfundar í Brussel í dag í fyrsta skipti frá því í febrúar. Öll tuttugu og sjö ríki Evrópusambandsins hafa orðið fyrir miklum búsifjum vegna kórónuveirufaraldurins þar sem atvinnulíf hefur meira og minna verið lamað síðustu mánuði. Angela Merkel þýskalandskanslari og Emmanuel Macron Frakklands hafa kynnt áætlun sem er sambland lána og styrkja til ríkjanna. Aðgerðirnar hljóða upp á 750 milljarða evra. En deilt er um hlutfall lána og styrkja og skilyrði fyrir þeim, ekki hvað síst vegna þess að sambandið þarf að taka lán fyrir björgunarpakkanum. Emmanuel Macron forseti Frakklands er sagður aðal hugmyndafræðilegi arkitektinn á bakvið aðgerðirnar.Pool/Getty Images „Stund sannleikans er runnin upp fyrir Evrópu. Við erum að upplifa fordómalaust neyðarástand í heilbrigðis- og efnahagsmálum. Þessi staða kallar á enn meiri samstöðu og metnað af okkar hálfu en áður,” sagði Macron þegar hann mætti til leiðtogafundarins í dag. Grikkir sem eins og fleiri ríki suður Evrópu standa illa vegna faraldursins og voru þar af auki stórskuldugir fyrir Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands segir ekkert því til fyrirstöðu að leiðtogarnir nái samkomulagi um aðgerðir nú um helgina. Forsætisráðherra Grikklands hefur fundað með einstökum leiðtogum norður evrópuríkja sambandsins undanfarna viku til að hvetja þá til stuðnings við björgunarpakkann.Panayotis Tzamaros/NurPhoto/Getty “Samstaða og eining Evrópusambandsins eru að veði. Við meigum ekki missa augun af stóru myndinni og stóra myndin er að við stöndum frammi fyrir alvarlegustu efnahagskreppu frá því í seinni heimsstyrjöldinni,” sagði Mitsotakis. Angela Merkel kanslari Þýskalands dregur enga fjöður yfir að viðræður leiðtoganna verði erfiðar en þeir muni leggja sig alla fram um að ná samkomulagi. Angela Merkel styður í fyrsta skipti að einstaka aðildarríkjum séu veitt styrkir en ekki eingöngu lán á krepputímum.Thierry Monasse/Getty “Nú þurfa allir að sýna mikinn vilja til að ná fram málamiðlunum til að ná niðurstöðu sem er góð fyrir Evrópu. Góð fyrir íbúa Evrópu í ljósi faraldursins og viðeigandi viðbragð við þeim efnahagslegu erfiðleikum sem við er að eiga. En ég býst við mjög erfiðum samningaviðræðum,” sagði Merkel, Auk björgunarpakkans liggur fyrir leiðtogunum tuttugu og sjö að ná samanum um fjárhagsáætlun Evrópusambandsins upp á rúmlega trilljón evra til næstu sjö ára. Fastlega er reiknað með að dagurinn í dag muni ekki duga leiðtogunum og þeir þurfi að funda áfram á morgun að minnsta kosti.
Evrópusambandið Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira