Vonar að stór hluti flugfreyjanna snúi aftur til starfa Kristín Ólafsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 17. júlí 2020 16:11 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Forstjóri Icelandair segist vona að stór hluti þeirra flugfreyja sem Icelandair hefur sagt upp komi aftur til starfa hjá félaginu, þegar tekist hefur að semja við nýjan samningsaðila. Engar viðræður þess efnis séu þó hafnar. Þá hafi fundur stjórnenda Icelandair og forsvarsmanna flugfreyja sem haldinn var í dag verið „þungur“. Icelandair tilkynnti í dag að kjaraviðræðum félagsins við Flugfreyjufélag Íslands hefði verið slitið og öllum flugfreyjum sagt upp. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir í samtali við fréttastofu að ákvörðunin sem tekin var í dag hafi verið mjög þungbær. Aðdragandinn hafi verið „mjög stuttur“ en samningaviðræður síðustu daga hafi ekki skilað neinu. „Og við höfum ekki endalausan tíma og við verðum því miður að grípa til þessa ráðs sem við vorum að grípa til í dag,“ segir Bogi. Engar breytingar á flugfreyjustarfinu Í tilkynningu Icelandair frá í dag er talað um að gengið verði til samninga við annan samningsaðila um kjör „öryggis- og þjónustuliða“ hjá félaginu. Inntur eftir því hvort þetta feli í sér grundvallarbreytingu á starfi flugfreyja segir Bogi að svo sé ekki. „Nei, við höfum verið með mjög litla þjónustu um borð í okkar vélum síðan við hófum flug aftur í þessum faraldri sem nú ríkir. […] Flugmenn munu gegna þessu hlutverki næstu dagana þannig það er ekki verið að gera breytingar hvað það varðar.“ En til framtíðar, hvað verður um störf flugfreyja? „Ég held að til framtíðar verði það með svipuðum hætti og hefur verið til margra ára hjá félaginu og það er okkar stefna,“ segir Bogi. Engar viðræður byrjaðar Þá segir Bogi að það eigi eftir að koma í ljós hvort stofnað verði nýtt félag utan um starfsstétt öryggis- og þjónustuliða. Icelandair hafi ekki byrjað viðræður við neinn enn sem komið er. „Við erum ekki komin þangað. Við höfum ekki hafið viðræður við einn né neinn. Okkar markmið hefur verið að semja við flugfreyjufélag Íslands þannig nú þurfum við að skoða aðra valmöguleika hvað varðar viðsemjendur í þessu máli,“ segir Bogi. Þá liggur ekki fyrir hvort kjarasamningurinn sem felldur var í byrjun mánaðar verði lagður til grundvallar þegar samið verður við annað félag. Inntur eftir því hvort þær flugfreyjur sem sagt hefur verið upp hjá Icelandair fái forgang í störf hjá félaginu segir Bogi að hann vonist til þess að margar þeirra snúi aftur. „Okkar flugfreyjur eru frábærir starfsmenn og frábærir samstarfsmenn þannig að ég vona að stór hluti af okkar flugfreyjum sem hafa verið hjá okkur komi aftur til starfa hjá félaginu.“ „Þungur“ fundur í dag Þá segir hann hið nýja hlutverk flugmanna á næstu dögum rúmist innan starfslýsingar þeirra og samninga Icelandair við stéttina. En ætlið þið að greiða þessum öryggisliðum á flugmannatöxtum í staðinn fyrir flugfreyjutöxtum? „Eins og staðan er núna fram að næstu mánaðamótum þá erum við með, því miður, mjög marga flugmenn sem eru í uppsögn og á flugmannalaunum. Síðan frá og með 1. ágúst breytist það en eins og ég sagði áðan þá þurfum við væntanlega að fara í viðræður við annan mótaðila hvað varðar þessi störf til frambúðar.“ Bogi kveðst aðspurður ekki hafa rætt sjálfur við Guðlaugu Líneyju Jóhannsdóttur, starfandi formann FFÍ, í dag. En hljóðið í flugfreyjum virðist þungt. „Það var fundur hérna í dag og í hreinskilni sagt var hann frekar þungur, já,“ segir Bogi.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49 „Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39 Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54 Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
Flugfreyjur undirbúa verkfall Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands undirbúa nú verkfallsboðun eftir ákvörðun Icelandair. 17. júlí 2020 15:49
„Hljótum að gera kröfu um að stjórnendum Icelandair verði skipt tafarlaust út“ VR mun beina þeim tilmælum til stjórnarmanna sinna í Lífeyrissjóði Verzlunarmanna að þeir beiti sér fyrir því að lífeyrissjóðurinn muni sniðganga frekari fjárfestingar í flugfélaginu Icelandair og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem á að fara fram í ágúst. 17. júlí 2020 15:39
Segir Icelandair sýna af sér „ótrúlega ósvífni“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir það „ótrúlega ósvífni“ af hálfu Icelandair að ganga frá yfirstandandi kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. 17. júlí 2020 14:54