Stjórnarmönnum lífeyrissjóða óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila: Fjármálaeftirlitið verði að láta sig málið varða Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 13:00 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. vísir/vilhelm Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór. Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að Fjármálaeftirlitið verði að láta sig varða ummæli formanns VR, sem voru þess efnis að lífeyrissjóðir ættu að sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ættu að hans mati ekki að taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR hefur sagt að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna sniðgangi frekari fjárfestingar í Icelandair Group og taki ekki þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ummælin ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. „Mér finnst ummælin vera óviðurkvæmileg með öllu, en það sem er kannski meira um vert er að þau ganga í berhögg við lög og reglur sem gilda um lífeyrissjóði landsins. Það liggur fyrir að stjórnarmenn lífeyrissjóða eru algjörleg óháðir þeim aðilum sem skipa þá í stjórnina sem eru annars vegar verkalýðsfélögin og hins vegar Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór. „Stjórnarmönnum lífeyrissjóða er einfaldlega óheimilt að taka við fyrirmælum utanaðkomandi aðila sem formaður VR er í þessu tilviki.“ Halldór segir Fjármálaeftirlitið verða að láta sig málið varða. „Ég vænti þess að Fjármálaeftirlitið muni stíga fram af miklum krafti vegna þessa máls ella hljóta margir að hugsa hver sé tilgangur Fjármálaeftirlitsins í þessu. Næstu skref hvað varðar yfirlýsingar tengdar lífeyrissjóðunum, boltinn liggur þar hjá Fjármálaeftirlitinu og það verður fylgst vel með hver viðbrögð þeirra verða,“ sagði Halldór. Hann segir ákvörðun Icelandair löglega. „Það hefur ekki verið neinn skortur á gífuryrðum frá verkalýðshreyfingunni um atburði gærdagsins. Frá Samtökum atvinnulífsins er það alveg skýrt að hér er um lögmætar aðgerðir Icelandair að ræða enda hefði félagið aldrei farið í þessar aðgerðir ef við teldum að þetta væri brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur eða öðrum lögum sem gilda á íslandi“ sagði Halldór. Það sé dómstóla að skera úr um túlkun einstakra lagagreina, ekki verkalýðshreyfinga. „Það er siðaðra manna háttur að ef það eru deilur um túlkun einstakra lagagreina þá er hægt að vísa þessu til dómstóla sem skera úr um það og við munum ekki víkja okkur undan því og taka til fullra varna ef þörf krefur,“ sagði Halldór.
Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49 Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Flugfreyja hjá Icelandair spyr: „Er engin mennska hinum megin?“ Eftir yfir þrjátíu og sjö ára feril sem flugfreyja hefur Sigurlaugu „Dillý“ Halldórsdóttur, líkt og öðrum flugfreyjum Icelandair, verið sagt upp störfum. 18. júlí 2020 10:49
Icelandair sleit kjaraviðræðum og flugfreyjur boða verkfall Icelandair sleit í dag kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands. Öllum flugfreyjum félagsins verður því sagt upp. Þá hefur Flugfreyjufélagið boðað til allsherjarverkfalls og verður kosið um það þann 24. júlí næstkomandi. 17. júlí 2020 22:00
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10