Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 17:43 Icelandair sagði upp flugfreyjum sínum í gær. Vísir/Vilhelm „Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
„Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira