Leeds vann 3-1 sigur á Derby á útivelli í dag en liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni fyrir helgi eftir sextán ára bið.
Chris Martin kom Derby yfir á 54. mínútu eftir darraðadans í teig Leeds en Pablo Hernandez jafnaði metin með laglegu skoti tveimur mínútum síðar.
Hinn ungi Jamie Shackleton kom Leeds yfir stundarfjórðungi fyrir leikslok og þriðja mark Leeds skoraði Matthew Clarke með sjálfsmarki sem var ansi skrautlegt. Lokatölur 3-1.
Leeds er því með átta stiga forystu á toppnum fyrir lokaumferðina en liðið er með 90 stig eftir 27 sigurleiki, níu jafntefli og níu töp.
Derby er í 12. sætinu með 61 stig.
FT: Derby 1-3 Leeds United
— BBC Sport (@BBCSport) July 19, 2020
A Matt Clarke own goal completes a win for Leeds in their first game as champions.
LIVE: https://t.co/tywkO0NTkK#bbcefl pic.twitter.com/SNBJYbsapU