Lærir mikið af suður-amerísku kempunum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 08:00 Andri Fannar og þeir Rodrigo Palacio og Gary Medel. vísir/getty Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar m.a. spilað gegn Napoli, AC Milan og Inter. Andri Fannar gekk fyrst í raðir Bologna í lok janúar 2019 á láni en í samningnum var klásúla um að ítalska liðið gæti keypt hann á meðan á lánssamningnum stæði. Bologna ákváð að nýta sér þá klásúlu síðasta sumar og þegar Vísir sló á þráðinn til Andra í gær sat hann á hóteli í bænum þar sem hann hefur búið síðustu mánuði. „Ég er búinn að vera á hótelinu í tvo og hálfan mánuð eða síðan ég kom aftur út eftir kórónuveiruna,“ sagði Andri Fannar en hann er einn á Ítalíu þar sem enginn aðstandandi má koma til hans vegna ferðatakmarkana inn í landið. „Mér líður vel hérna. Þetta er mikið álag og allt þannig en mér líður ógeðslega vel. Við æfum einu sinni á dag núna því það er spilað þétt.“ Andri Fannar Baldursson (@AndriFannar10) born 2002 played his 4th match for @BolognaFC1909en in @SerieA_EN when they drew 1-1 vs. Napoli. pic.twitter.com/JZNkZa65IO— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 15, 2020 Eins og áður sagði á hefur Andri Fannar spilað gegn mörgum af stærstu liðum Ítalíu á undanförnum vikum og hann segir það mikla reynslu fyrir sig. „Þetta eru virkilega stór lið og skemmtilegt að fá að spila á móti svona stórleikmönnum. Ég er ánægður með mínúturnar sem ég er búinn að fá.“ „Ég er búinn vera standa mig virkilega vel á æfingum og er búinn að fá traustið. Ég tek hverri einustu mínútu fagnandi.“ Internazionale v Bologna - Italian Serie A MILAN, ITALY - JULY 5: (L-R) Andri Fannar Baldursson of Bologna FC, Matias Vecino of Internazionale during the Italian Serie A match between Internazionale v Bologna at the San Siro on July 5, 2020 in Milan Italy (Photo by Mattia Ozbot/Soccrates/Getty Images) Goðsögnin Sinisa Mihajlovic er þjálfari Bologna. Hann gerði garðinn frægan hjá Lazio og Sampdoria á sínum leikmannaferli en hefur svo m.a. þjálfað AC Milan og serbneska landsliðið. „Hann er virkilega góður þjálfari. Hann er með mikinn metnað og er mjög ákveðinn. Hann gefur skýr fyrirmæli og hann lætur menn heyra það ef þarf en einnig styður hann sína menn þegar þess ber undir.“ Síðasta sumar greindist Serbinn með hvítblæði. Andri Fannar segir að þetta hafi tekið á félagið og hópinn en allt hafi endað vel. „Hann var lengi frá en klúbburinn stóð verulega þétt við bakið á honum. Leikmennirnir líka. Hann fór í gegnum þetta eins og alvöru sigurvegari og er kominn til baka.“ All Love #Sini aMihajlovi pic.twitter.com/bYFci3muYp— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) July 18, 2020 Eins og Andri Fannar benti á er Sinisa ansi harður í horn að taka. Hann hefur lítinn húmor fyrir slakri frammistöðu og því fékk danski landsliðsmaðurinn Andreas Skov Olsen að kynnast en Sinisa gagnrýndi hann mikið á dögunum. Sagði Serbinn að Daninn hafi ekki sýnt neitt í þeim leikjum sem hann hafi spilað og að hann hefði búist við mikið meira af honum. Hann hefði til 2. ágúst að sýna sig - annars gæti voðinn verið vís í sumar. „Hann er helvíti ákveðinn og harður fyrir. Daninn er ekki búinn að sýna sitt rétta andlit. Hann var góður í Danmörku en er ekki alveg búinn að sýna sitt rétta andlit hér.“ Í leikmannahópi Bologna má finna reynda leikmenn í bland við yngri og óreyndari leikmenn. Þar á meðal eru þeir Gary Medel og Rodrigio Palacio en sá síðarnefndi spilaði m.a. úrslitaleik HM með Argentínu gegn Þýskalandi árið 2014. „Medel og Palacio eru mestu kempurnar. Ég hef gaman af þeim. Þeir tala mikið við mig og leiðbeina mér og eru mjög góðir liðsmenn,“ sagði Andri Fannar. En hvaða liðsfélögum eyðir hann mestum tíma með? „Ég er svona mest með Hollendingunum, Svíanum og Dananum. Við erum allir frekar líkir, sérstaklega Norðurlandabúarnir, en ég reyni að halda sambandi við alla leikmennina og tala við alla.“ Andri Fannar í baráttunni í landsleik með U17-ára liðinu gegn Ungverjalandi á síðasta ári.vísir/getty Fréttir bárust af því fyrir helgi að nýr fimm ára samningur lægi á borðinu fyrir Andra Fannar en hann vildi ekki mikið gefa upp hvað samninginn varðar. „Bologna buðu mér fimm ára samning og þetta er allt í vinnslu. Ég var á svona lægsta atvinnumannasamningi núna og átti eitt ár eftir af honum en þeir eru búnir að bjóða mér nýjan og betri samning. Við erum að skoða þetta og þetta kemur í ljós á næstu dögum.“ Það er ljóst að mörg lið renna hýru auga til Andra en átta lið spurðust fyrir um kappann í kórónuveiruhléinu. „Ég frétti í COVID pásunni að það voru átta lið sem spurðust fyrir um mig. Fimm stórlið á Ítalíu og þrjú á Englandi en ég fékk aldrei að vita liðin, því miður,“ en Andri segist þó ánægður með tækifærið hjá Bologna og vill endurgjalda félaginu traustið. „Ég er virkilega ánægður hér. Ég vil gefa þessu félagi allt sem ég hef upp á að bjóða og halda áfram að standa mig á æfingum og í leikjum.“ Aðspurður út í A-landsliðið er ljóst að Andri Fannar er með báða fætur á jörðinni. Hann á að baki 34 unglingalandsleiki. „Það er draumur en ég er voða rólegur yfir þessu. Ég tek eitt skref í einu og hef enga trú á öðru en það sem eigi að koma, það komi. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég tek þau verkefni sem ég fæ,“ sagði Andri Fannar léttur í lund áður en hann hélt á ný út í sólina. | INTERVISTALe parole di #Baldursson dopo il suo esordio Emozionato, Andri? https://t.co/O6YVRQDCOu#WeAreOne pic.twitter.com/p77sCAHmrG— Bologna Fc 1909 (@BfcOfficialPage) February 25, 2020 Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði hálftíma í stórtapi gegn AC Milan Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk að spreyta sig á San Siro í kvöld þegar lið hans Bologna, heimsótti AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. 18. júlí 2020 21:41 Fimm lið á Ítalíu og þrjú úrvalsdeildarfélög á Englandi spurðust fyrir um Andra Fannar Kópavogsdrengurinn er eftirsóttur en hann hefur slegið í gegn hjá Bologna. 18. júlí 2020 15:30 Andri Fannar kom inn á gegn Napoli Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu er Bologna gerði 1-1 jafntefli við Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 15. júlí 2020 20:30 Andri kom inn á fyrir Bologna og Birkir byrjaði fyrir Brescia Sex leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í tveimur þeirra komu Íslendingar við sögu. 8. júlí 2020 23:10 Ótrúleg saga samherja Andra Fannars hjá Bologna | Skoraði gegn Inter um helgina Andri Fannar Baldursson er ekki eini táningurinn sem er að gera gott mót í herbúðum Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. 7. júlí 2020 15:30 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Hinn átján ára gamli Andri Fannar Baldursson hefur fengið mörg stór tækifæri með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna á þessari leiktíð. Á þremur vikum hefur Andri Fannar m.a. spilað gegn Napoli, AC Milan og Inter. Andri Fannar gekk fyrst í raðir Bologna í lok janúar 2019 á láni en í samningnum var klásúla um að ítalska liðið gæti keypt hann á meðan á lánssamningnum stæði. Bologna ákváð að nýta sér þá klásúlu síðasta sumar og þegar Vísir sló á þráðinn til Andra í gær sat hann á hóteli í bænum þar sem hann hefur búið síðustu mánuði. „Ég er búinn að vera á hótelinu í tvo og hálfan mánuð eða síðan ég kom aftur út eftir kórónuveiruna,“ sagði Andri Fannar en hann er einn á Ítalíu þar sem enginn aðstandandi má koma til hans vegna ferðatakmarkana inn í landið. „Mér líður vel hérna. Þetta er mikið álag og allt þannig en mér líður ógeðslega vel. Við æfum einu sinni á dag núna því það er spilað þétt.“ Andri Fannar Baldursson (@AndriFannar10) born 2002 played his 4th match for @BolognaFC1909en in @SerieA_EN when they drew 1-1 vs. Napoli. pic.twitter.com/JZNkZa65IO— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 15, 2020 Eins og áður sagði á hefur Andri Fannar spilað gegn mörgum af stærstu liðum Ítalíu á undanförnum vikum og hann segir það mikla reynslu fyrir sig. „Þetta eru virkilega stór lið og skemmtilegt að fá að spila á móti svona stórleikmönnum. Ég er ánægður með mínúturnar sem ég er búinn að fá.“ „Ég er búinn vera standa mig virkilega vel á æfingum og er búinn að fá traustið. Ég tek hverri einustu mínútu fagnandi.“ Internazionale v Bologna - Italian Serie A MILAN, ITALY - JULY 5: (L-R) Andri Fannar Baldursson of Bologna FC, Matias Vecino of Internazionale during the Italian Serie A match between Internazionale v Bologna at the San Siro on July 5, 2020 in Milan Italy (Photo by Mattia Ozbot/Soccrates/Getty Images) Goðsögnin Sinisa Mihajlovic er þjálfari Bologna. Hann gerði garðinn frægan hjá Lazio og Sampdoria á sínum leikmannaferli en hefur svo m.a. þjálfað AC Milan og serbneska landsliðið. „Hann er virkilega góður þjálfari. Hann er með mikinn metnað og er mjög ákveðinn. Hann gefur skýr fyrirmæli og hann lætur menn heyra það ef þarf en einnig styður hann sína menn þegar þess ber undir.“ Síðasta sumar greindist Serbinn með hvítblæði. Andri Fannar segir að þetta hafi tekið á félagið og hópinn en allt hafi endað vel. „Hann var lengi frá en klúbburinn stóð verulega þétt við bakið á honum. Leikmennirnir líka. Hann fór í gegnum þetta eins og alvöru sigurvegari og er kominn til baka.“ All Love #Sini aMihajlovi pic.twitter.com/bYFci3muYp— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) July 18, 2020 Eins og Andri Fannar benti á er Sinisa ansi harður í horn að taka. Hann hefur lítinn húmor fyrir slakri frammistöðu og því fékk danski landsliðsmaðurinn Andreas Skov Olsen að kynnast en Sinisa gagnrýndi hann mikið á dögunum. Sagði Serbinn að Daninn hafi ekki sýnt neitt í þeim leikjum sem hann hafi spilað og að hann hefði búist við mikið meira af honum. Hann hefði til 2. ágúst að sýna sig - annars gæti voðinn verið vís í sumar. „Hann er helvíti ákveðinn og harður fyrir. Daninn er ekki búinn að sýna sitt rétta andlit. Hann var góður í Danmörku en er ekki alveg búinn að sýna sitt rétta andlit hér.“ Í leikmannahópi Bologna má finna reynda leikmenn í bland við yngri og óreyndari leikmenn. Þar á meðal eru þeir Gary Medel og Rodrigio Palacio en sá síðarnefndi spilaði m.a. úrslitaleik HM með Argentínu gegn Þýskalandi árið 2014. „Medel og Palacio eru mestu kempurnar. Ég hef gaman af þeim. Þeir tala mikið við mig og leiðbeina mér og eru mjög góðir liðsmenn,“ sagði Andri Fannar. En hvaða liðsfélögum eyðir hann mestum tíma með? „Ég er svona mest með Hollendingunum, Svíanum og Dananum. Við erum allir frekar líkir, sérstaklega Norðurlandabúarnir, en ég reyni að halda sambandi við alla leikmennina og tala við alla.“ Andri Fannar í baráttunni í landsleik með U17-ára liðinu gegn Ungverjalandi á síðasta ári.vísir/getty Fréttir bárust af því fyrir helgi að nýr fimm ára samningur lægi á borðinu fyrir Andra Fannar en hann vildi ekki mikið gefa upp hvað samninginn varðar. „Bologna buðu mér fimm ára samning og þetta er allt í vinnslu. Ég var á svona lægsta atvinnumannasamningi núna og átti eitt ár eftir af honum en þeir eru búnir að bjóða mér nýjan og betri samning. Við erum að skoða þetta og þetta kemur í ljós á næstu dögum.“ Það er ljóst að mörg lið renna hýru auga til Andra en átta lið spurðust fyrir um kappann í kórónuveiruhléinu. „Ég frétti í COVID pásunni að það voru átta lið sem spurðust fyrir um mig. Fimm stórlið á Ítalíu og þrjú á Englandi en ég fékk aldrei að vita liðin, því miður,“ en Andri segist þó ánægður með tækifærið hjá Bologna og vill endurgjalda félaginu traustið. „Ég er virkilega ánægður hér. Ég vil gefa þessu félagi allt sem ég hef upp á að bjóða og halda áfram að standa mig á æfingum og í leikjum.“ Aðspurður út í A-landsliðið er ljóst að Andri Fannar er með báða fætur á jörðinni. Hann á að baki 34 unglingalandsleiki. „Það er draumur en ég er voða rólegur yfir þessu. Ég tek eitt skref í einu og hef enga trú á öðru en það sem eigi að koma, það komi. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Ég tek þau verkefni sem ég fæ,“ sagði Andri Fannar léttur í lund áður en hann hélt á ný út í sólina. | INTERVISTALe parole di #Baldursson dopo il suo esordio Emozionato, Andri? https://t.co/O6YVRQDCOu#WeAreOne pic.twitter.com/p77sCAHmrG— Bologna Fc 1909 (@BfcOfficialPage) February 25, 2020
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Andri Fannar spilaði hálftíma í stórtapi gegn AC Milan Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk að spreyta sig á San Siro í kvöld þegar lið hans Bologna, heimsótti AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. 18. júlí 2020 21:41 Fimm lið á Ítalíu og þrjú úrvalsdeildarfélög á Englandi spurðust fyrir um Andra Fannar Kópavogsdrengurinn er eftirsóttur en hann hefur slegið í gegn hjá Bologna. 18. júlí 2020 15:30 Andri Fannar kom inn á gegn Napoli Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu er Bologna gerði 1-1 jafntefli við Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 15. júlí 2020 20:30 Andri kom inn á fyrir Bologna og Birkir byrjaði fyrir Brescia Sex leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í tveimur þeirra komu Íslendingar við sögu. 8. júlí 2020 23:10 Ótrúleg saga samherja Andra Fannars hjá Bologna | Skoraði gegn Inter um helgina Andri Fannar Baldursson er ekki eini táningurinn sem er að gera gott mót í herbúðum Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. 7. júlí 2020 15:30 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Andri Fannar spilaði hálftíma í stórtapi gegn AC Milan Íslenski unglingalandsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk að spreyta sig á San Siro í kvöld þegar lið hans Bologna, heimsótti AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni. 18. júlí 2020 21:41
Fimm lið á Ítalíu og þrjú úrvalsdeildarfélög á Englandi spurðust fyrir um Andra Fannar Kópavogsdrengurinn er eftirsóttur en hann hefur slegið í gegn hjá Bologna. 18. júlí 2020 15:30
Andri Fannar kom inn á gegn Napoli Andri Fannar Baldursson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu er Bologna gerði 1-1 jafntefli við Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 15. júlí 2020 20:30
Andri kom inn á fyrir Bologna og Birkir byrjaði fyrir Brescia Sex leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Í tveimur þeirra komu Íslendingar við sögu. 8. júlí 2020 23:10
Ótrúleg saga samherja Andra Fannars hjá Bologna | Skoraði gegn Inter um helgina Andri Fannar Baldursson er ekki eini táningurinn sem er að gera gott mót í herbúðum Bologna í ítölsku úrvalsdeildinni. 7. júlí 2020 15:30