Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2020 15:59 Þyrlur passa illa inn í friðsældina á Hornströndum, segir Kristín Ósk Jónasdóttir, sérræðingur hjá Umhverfisstofnun. Vísir Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“ Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í byrjun síðustu viku. Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. Atviksins er getið í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum nú síðdegis, þar sem verkefni liðinnar viku eru gerð upp. Þar segir að kæra hafi borist frá Umhverfisstofnun vegna þyrluflugsins og að lögregla sé með málið til skoðunar. Kristín Ósk Jónasdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir í samtali við Vísi að eftir því sem stofnunin komist næst hafi þarna verið á ferðinni bandarískir ferðamenn sem flogið var á tveimur þyrlum frá Reykjavík til Ísafjarðar. Þaðan fóru þeir með þyrlunum á Hornstrandir og lentu í Fljótavík, þar sem þeir voru sóttir á bát. Eftir bátsferðina hafi þeim verið siglt aftur í Fljótavík og flogið til baka með þyrlunum. „Landvörður sem var á svæðinu heyrir í þyrlum og þegar hún kemur í Fljótavík, þar sem hún átti annað erindi, hún gerði sér ekki ferð þangað enda klukkustundaganga, og þegar hún kemur á staðinn fær hún upplýsingar um þyrlurnar,“ segir Kristín Ósk. Hún segir að atvik af þessu tagi gerist nær aldrei. Þeim lykti venjulega með því að landverðir geri skýrslu og málið svo kært til lögreglu, líkt og nú. Það sé svo lögreglunnar að rannsaka málið. Þá leggur hún áherslu á að það sé við þyrlufyrirtækið að sakast, ekki ferðamennina. „En þetta gerist rosalega sjaldan. Við höfum verið í samskiptum við þyrlufyrirtæki um hvað má og hvað má ekki í þessum efnum. Til þess að mega koma með þyrluna inn í friðlandið þarftu að sækja um leyfi, og það er bara veitt í undantekningartilvikum. Við myndum til dæmis ekki veita leyfi fyrir almennum ferðamanni af því að hann nennir ekki að taka bát. Við erum að vernda umhverfið, ekki bara náttúruna og fuglalífið, heldur líka kyrrðina. Og þyrlur passa illa inn í það.“
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Lögreglumál Ísafjarðarbær Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira