Nik: Pirrandi að fá á sig mark svona seint Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 20. júlí 2020 22:10 Nik var ekki sáttur með að fá á sig mark seint í leiknum. Vísir/Þróttur Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Þróttur gerði í kvöld 1-1 jafntefli við KR á útivelli í Pepsi Max deild kvenna. KR skoruðu jöfnunarmarkið í uppbótartíma en markið var ansi óvænt þar sem Þróttur voru búnar að vera betra liðið í seinni hálfleik. Nik Chamberlain þjálfari Þróttar var vonsvikinn eftir leik en á sama tíma stoltur af einni flottu frammistöðunni hjá þessu unga liði Þróttar en meðalaldurinn í byrjunarliði Þróttar var 20,4 ár í kvöld. „Þetta var rosalega svekkjandi. Stelpurnar voru búnar að vera svo duglegar og við vorum betra liðið í kvöld. Þær voru að negla boltanum fram og vonast eftir því besta. Það er mjög pirrandi að fá mark á sig svona seint og það bætir það ekki hvernig við fengum markið á okkur,” sagði Nik um hvernig það var að fá þetta mark á sig í lok leiksins. Þróttur átti alveg seinni hálfleikinn og markið var ekki beint sanngjarnt. Angela Beard var nálægt því að stela öllum þremur stigunum fyrir KR á 95. mínútu þegar hún komst ein á móti Friðrikku í markinu hjá Þrótti. Heppilega fyrir Þróttara þá skaut hún framhjá en hún var mjög nálægt því að skora. „Ef ég er hreinskilinn vorum við heppin að fá ekki annað mark á okkur alveg í blálokin. Við ættum að vera nógu gott lið til að klára svona leiki.” KR byrjaði leikinn betur og höfðu örugglega átt að vera yfir í hálfleik. Þróttur sýndi mikinn karakter og komust hægt og rólega betur inn í leikinn þangað til að þær stýrðu umferðinni bara algjörlega. „Þær áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik. Frikka varði tvisvar rosalega vel. Við komumst hægt og rólega betur inn í leikinn. Síðan vorum við bara að leita að færum og ég er mjög sáttur með okkar frammistöðu.” „Við vorum að ná að spila boltanum inn í þröng svæði og skapa okkur færi. Það var virkilega gaman að horfa á þetta en við verðum að nýta færin okkar. Í þessari deild má ekki klúðra svona færum eins og við fengum í seinni hálfleik og treysta bara á vörninni.” Nik gerði örlagaríka breytingu á 66. mínútu þegar Ólöf Sigríður Kristinsdóttir kom inná fyrir Lindu Líf Boama sem fór meidd útaf. Ólöf var allt í öllu eftir að hún kom inná en hún var tvisvar mjög nálægt því að skora auk þess sem hún skoraði það sem hefði getað verið sigurmarkið. „Við þurftum auðvitað að gera skiptingu þegar Linda meiddist illa. Ég er mjög ánægður með innkomuna hjá Ólöfu. Hún er búin að vera mjög dugleg á æfingum en mér sýnist hún vera að fara að spila mikið á næstunni þar sem Linda verður frá í einhvern tíma.” „Mér sýnist hún hafa farið úr axlarlið. Ég er ekki viss hvort henni hafi verið ýtt eða hvað. En þetta var bara slæmt veit ég. Ég vona bara að hún nái sér sem fyrst,” sagði Nik um hvaða meiðsli voru að hrjá Lindu Líf. Linda var komin í dauðafæri þegar hún féll niður í teignum en ekkert var dæmt. Það vakti athygli þegar liðin löbbuðu út á völlinn að Mary Alice Vignola var ekki inná. Hún var upprunalega skráð í byrjunarliðið hjá Þrótti en hún meiddist síðan í upphitun. Til að gera mál en verri fyrir næsta leik misstu Þróttur fleiri leikmenn. „Mary Alice meiddist á nára í upphitun. Sigmundína meiddist á kálfa og þurfti að fara út af. Sóley og Lára eru í banni á föstudaginn.” „Við mætum auðvitað og gerum okkar besta. Þetta verður tækifæri fyrir nokkra unga leikmenn að fá að spreyta sig á móti einu af bestu liðum landsins útaf þessum meiðslum og leikbönnum,” sagði Nik um hvernig hann ætlar að takast á við þennan Blikaleik án þessara lykilmanna sem hann þarf að vera án.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn