Lagði upp sigurmarkið, fékk hrós frá fyrrum leikmanni en staðarblaðið gaf honum „bara“ sex í einkunn Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2020 09:00 Gylfi með boltann í leiknum í gær. vísir/getty Gylfi Þór Sigurðsson var með fyrirliðabandið hjá Everton í gær er liðið vann 0-1 útisigur á spútnikliði og nýliðum Sheffield United í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur verið að spila mikið sem aftasti miðjumaður hjá Everton og hefur þurft að sinna miklu varnarhlutverki en í gær fékk Hafnfirðingurinn frjálsari rullu. Það skilaði stoðsendingu í sigurmarkinu sem Richarlison skoraði á 46. mínútu. Yannick Bolasie, sem var samherji Gylfa hjá Everton en er nú lánaður til Sporting, hrósaði Gylfa fyrir frammistöðu sína í gær og sagði að „Sigiii“ hafi átt virkilega góða frammistöðu í gær. Sigiii been class today! — Yannick Bolasie (@YannickBolasie) July 20, 2020 Það dugar þó „bara“ til sex í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en í umsögninni um Gylfa segir. „Tók aukaspyrnuna á Richarlison sem braut lásinn. Spilaði í sinni uppáhaldsstöðu, tíunni, er Ancelotti breytti taktíkinni. Kom sér í góðar stöður í síðari hálfleik og reyndi án þess að verða mjög hættulegur.“ The range of passing from @aftgomes was on display https://t.co/dsNzAxyNRb— Everton FC News (@LivEchoEFC) July 20, 2020 Gylfi er einn fimm leikmanna sem fengu sex í einkunn en fimm aðrir fengu sjö í einkunn. Lægstur var Dominic Calvert-Lewin sem fékk fimm. Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var með fyrirliðabandið hjá Everton í gær er liðið vann 0-1 útisigur á spútnikliði og nýliðum Sheffield United í næst síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Gylfi hefur verið að spila mikið sem aftasti miðjumaður hjá Everton og hefur þurft að sinna miklu varnarhlutverki en í gær fékk Hafnfirðingurinn frjálsari rullu. Það skilaði stoðsendingu í sigurmarkinu sem Richarlison skoraði á 46. mínútu. Yannick Bolasie, sem var samherji Gylfa hjá Everton en er nú lánaður til Sporting, hrósaði Gylfa fyrir frammistöðu sína í gær og sagði að „Sigiii“ hafi átt virkilega góða frammistöðu í gær. Sigiii been class today! — Yannick Bolasie (@YannickBolasie) July 20, 2020 Það dugar þó „bara“ til sex í einkunn hjá staðarblaðinu Liverpool Echo en í umsögninni um Gylfa segir. „Tók aukaspyrnuna á Richarlison sem braut lásinn. Spilaði í sinni uppáhaldsstöðu, tíunni, er Ancelotti breytti taktíkinni. Kom sér í góðar stöður í síðari hálfleik og reyndi án þess að verða mjög hættulegur.“ The range of passing from @aftgomes was on display https://t.co/dsNzAxyNRb— Everton FC News (@LivEchoEFC) July 20, 2020 Gylfi er einn fimm leikmanna sem fengu sex í einkunn en fimm aðrir fengu sjö í einkunn. Lægstur var Dominic Calvert-Lewin sem fékk fimm.
Enski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira