Kristín Sif: Bréfið frá honum gerði kraftaverk Stefán Árni Pálsson skrifar 21. júlí 2020 11:30 Kristín Sif fer yfir margt og mikið í samtali við Sölva. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Í viðtalinu ræða þau um allt milli himins og jarðar. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu segist Kristín hafa þurft að berjast fyrir því hvern einasta dag að velja rétt viðhorf og segist sannfærð um að sigur mannsandans felist í að halda alltaf áfram og sjá það fallega í lífinu Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. „Það voru öll ljósin slökkt og pressukanna á borðinu sem var ekki búið að pressa niður kaffið og það var eitthvað skrýtið og ég kalla á hann og kalla aftur og ég veit ekki hvort það hafi verið af því hann sagðist ætla að fara að taka til í bílskúrnum og ég fer inn í bílskúr og hann var bara alveg við hurðina og þarna fann ég hann,” segir Kristín. Brynjar hafði verið í fíkniefnaneyslu um tíma án vitundar Kristínar. Þegar það komst upp fór hann í meðferð á Vogi, sem gekk vel. En svo kom bakslagið sem endaði á þennan hræðilega hátt. „Það bara springur allt í tætlur. Heilinn á mér sprakk og hjartað í mér sprakk og mér leið svona eins og ég væri snjórinn í sjónvarpinu þegar loftnetinu er kippt úr sambandi,” segir Kristín. Klippa: Kristín Sif - Hjartað í mér sprakk Hún segir að eitt það besta í bataferlinu hafi verið þegar hún fann bréf frá Brynjari, sem hún ákvað að lesa með aðstoð sjúkrahúsprests. Bréf í sokkaskúffunni „Þegar ég var að ganga frá fötunum hans fann ég bréf til mín í sokkaskúffunni hans, aftast. Hann skrifaði þetta bréf þegar hann var í meðferð, en hann sýndi mér það aldrei. Það var rosalega erfitt að finna þetta bréf, af því að ég hélt að í því væri eitthvað sem segði að þetta væri mér að kenna. Það var fyrsta hugsunin mín af því að ég hélt að þarna væri ég að finna kveðjubréf,” segir Kristín. Hún hringdi strax í Vigfús Bjarna Albertsson, sjúkrahúsprest sem hafði hjálpað henni í sorgarferlinu og opnaði bréfið með hann í símanum og segir að það hafi verið góð ákvörðun. „Þetta er bara eitt það besta í bataferlinu sem ég hef gert eftir að hann dó að lesa þetta bréf, hann hafði skrifað þetta í meðferð og í bréfinu stóð hvað hann elskaði mig og krakkana mikið og hvað hann hlakkaði mikið til framtíðarinnar með okkur og þakkaði mér fyrir allan stuðninginn. Þarna tók hann allar þessar sjálfsásakanir sem höfðu poppað upp hjá mér, mörgum mánuðum eftir að hann dó,” segir Kristín og bætir við að ef hún hefði hent bréfinu væri hún eflaust enn uppfull af ásökunum í eigin garð. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira