Cristiano Ronaldo skoraði bæði Juventus þegar liðið lagði Lazio að velli, 2-1, í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Með sigrinum færðist Juventus nær níunda meistaratitlinum í röð.
Fyrra mark Ronaldos var hans fimmtugasta í ítölsku úrvalsdeildinni. Enginn leikmaður frá tímabilinu 1994-95 hefur þurft jafn fáa leiki (61) til að skora 50 mörk í ítölsku úrvalsdeildinni. Ronaldo bætti met Andriy Shevchenko sem skoraði 50 mörk í fyrstu 68 leikjum sínum fyrir AC Milan.
61 - Cristiano #Ronaldo is the fastest player to score 50 goals in Serie A (61 appearances) - among the players who made their debut since 1994/95. Sprinter.#JuventusLazio #SerieA pic.twitter.com/Fy6hQ6xW4W
— OptaPaolo (@OptaPaolo) July 20, 2020
Ronaldo er jafnframt fyrsti leikmaðurinn sem skorar fimmtíu mörk í efstu deild á Ítalíu, Spáni og Englandi.
Portúgalinn skoraði 84 mörk í 196 leikjum fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni, 311 mörk í 292 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni og hefur skorað 51 mark í 61 leikjum fyrir Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.
England
— talkSPORT (@talkSPORT) July 20, 2020
Spain
Italy
Cristiano Ronaldo has become the first player to score 50+ goals in the Premier League, La Liga and Serie A. Wow.
An elite player wherever he goes pic.twitter.com/R7UNAywjwO
Ronaldo kom Juventus yfir í leiknum gegn Lazio í gær með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu. Þremur mínútum síðar bætti hann öðru marki við eftir undirbúning Paolos Dybala. Þetta var níunda mark Ronaldos í níu deildarleikjum síðan keppni hófst á ný í júní.
Ciro Immobile minnkaði muninn fyrir Lazio á 83. mínútu en nær komust gestirnir frá Róm ekki. Immobile og Ronaldo eru markahæstir í ítölsku úrvalsdeildinni með 30 mörk hvor.
Juventus er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fjórum umferðum er ólokið. Lazio er í 4. sætinu en liðinu hefur ekki gengið vel eftir að keppni hófst á ný eftir kórónuveirufaraldurinn.
Mörkin úr leik Juventus og Lazio má sjá hér fyrir neðan.