Meta virði öskurverkefnisins á 1,7 milljarða Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2020 15:41 Íslandsstofa er afar ánægð með það hvernig til hefur tekist með hina annars umdeildu öskurherferð. Íslandsstofa Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi. Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Íslandsstofa hefur sent út sérstaka fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir mikilli ánægju með árangurinn sem stofan telur mega merkja af hinni umdeildu öskurmarkaðsherferð. Í tilkynningunni kemur meðal annars fram að þau meti virði átaksins á 1,7 milljarð króna. Eins og Vísir hefur greint frá hefur herferðin verið afar umdeild og þá hefur listmaðurinn Marcus Lyall lýst því yfir að hann telji að hugmyndin sé illa fengin, nánar tiltekið frá sér og verkefni sem hann stóð að og kallast Scream The House Down. Tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Íslandsstofa hefur vísað erindi Lyalls á bug en bendir nú á að Let it out, sem er hluti af markaðsverkefni Inspired by Iceland, hafi vakið gríðarlega athygli erlendra fjölmiðla sem hafa fjallað um Ísland og verkefnið á mjög jákvæðum nótum. „Á fyrstu fimm dögum aðgerðarinnar hefur hún verið til umfjöllunar í um 350 erlendum miðlum sem ná samanlagt til tæplega 1,5 milljarða neytenda. Margir stærstu og víðlesnustu miðlar heims hafa fjallað um verkefnið í fréttum sínum.“ Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur.Íslandsstofa Íslandsstofa bendir á nokkur dæmi um umfjöllun á netmiðlum, eftirfarandi: ·(US) CBS: Iceland is broadcasting the world’s screams to relieve coronavirus stress ·(US) New York Post: Iceland offering to broadcast your coronavirus stress screams ·(US) NPR: App lets you destress by screaming into Icelandic wilderness ·(India) The Indian Express: Iceland is inviting people to scream out frustrations into ‘beautiful, wide-open spaces’ ·(US) Food & Wine: Screaming into the Icelandic wilderness is the 2020 therapy you didn’t know you needed ·(US) CNN Travel: Feeling frustrated? Then scream your head off in Iceland’s vast wilderness ·(UK) Independent: Iceland invites people to scream out their frustrations in its wild landscapes ·(DE) Süddeutsche Zeitung Online: Iceland invites you to scream ·(DE) Berliner Morgenpost: Island ladt ein,seinen Frust herauszuschreien Wortwortlich ·(DE) RTL: Den Corona-Frust ins Handy brullen und in Islands Weiten schicken ·(US) Fox News: Iceland offering coronavirus stress relief ·(US) Lonely Planet: Why Iceland wants you to send in your screams of frustration Að auki hefur verið fjallað um verkefnið í þáttum á MSNBC sjónvarpsstöðinni, The Today Show í New York, Good Morning Philly, Sky News, og í útvarspfréttum NPR og BBC svo eitthvað sé nefnt. „Virði þessarar umfjöllunar er metið sem 1,7 milljarður,“ segir í tilkynningu. Og að alls hafi tæplega 300.000 heimsóknir komið á vefsíðuna frá því hún fór í loftið, og tekin hafa verið upp rúmlega 25.000 öskur. Farið fram úr björtustu vonum Kynningarmyndband herferðarinnar hefur alls verið spilað rúmlega 2.8 milljón sinnum. Í fréttatilkynningunni er vísað til orða Sigríðar Daggar Guðmundsdóttur, fagstjóra ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu, sem segir að árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er ljóst að hún hefur hitt beint í mark hjá markhópum Íslenskrar ferðaþjónustu og hefur vakið verðskuldaða athygli. Fólk kann sannarlega að meta að við sýnum aðstæðum þeirra skilning og bjóðum þeim upp á að losa um streitu, samhliða því sem við gefum þeim tækifæri til að skoða stórkostlega náttúru Íslands og vekja athygli þeirra á þeirri víðáttu sem hér er hægt að upplifa.“ Stöð 2 mun í kvöld fjalla nánar um þetta átak og fara út í Viðey sérstaklega til að skoða tiltækið í návígi.
Ferðamennska á Íslandi Auglýsinga- og markaðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11 Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Vænir Íslandsstofu og M&C Saatchi um stuld á höfundarréttarvörðu efni Listamaðurinn Marcus Lyall segir öskurverkefni umdeilda nákvæma eftirlíkingu á verki sínu. 20. júlí 2020 15:11
Efast um að Ísland sé góður urðunarstaður öskra Guðmundur Andri Thorsson telur hugmyndina fráleita og auglýsingastofuna þekkja illa viðfangsefni sitt. 16. júlí 2020 10:48