Dagskráin í dag: Pepsi Max, Lengjudeildin, enska B-deildin og Evrópumótaröðin í golfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2020 06:00 Íslandsmeistarar KR fá nýliða Fjölnis í heimsókn á Meistaravelli í kvöld. Vísir/Bára Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira
Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Það er sannkölluð fótbolta-veisla en alls eru fjórir leikir á dagskrá hjá okkur í dag. Tveir leikir eru á dagskrá í Pepsi Max deild karla, einn í Lengjudeild karla. Svo sýnum við einn leik úr lokaumferð ensku B-deildarinnar en hart er barist um annað sæti deildarinnar sem gefur sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þá sýnum við einnig beint frá Evrópumótaröðinni í golfi. Á Stöð 2 Sport eru tveir leikir í Pepsi Max deild karla á dagskrá. Í fyrri leik dagsins mætir Arnar Grétarsson með sína menn í KA í Kaplakrika. Arnar tók við KA á dögunum og vann liðið sinn fyrsta leik í sumar í síðustu umferð. Þeirra bíður nú ærið verkefni en FH skartar einnig nýjum þjálfurum. Gamla brýnið Logi Ólafsson og einn besti knattspyrnu-maður Íslandssögunnar - Eiður Smári Guðjohnsen - hafa tekið við FH-skútunni. Þeir stýrðu henni til sigurs í síðustu umferð gegn Fjölni og ættu ef allt gengur eftir að landa öðrum þremur stigum í dag. Fjölnis bíður erfiðasta verkefni dagsins en þeir heimsækja Íslandsmeistara KR sem hafa farið mikinn síðan þeir töpuðu óvænt fyrir HK í 2. umferð. Íslandsmeistararnir eru á toppnum á meðan Fjölnir situr sem fastast á botni deildarinnar. Stöð 2 Sport 2 Við sýnum leik West Bromwich Albion og Queen Park Rangers í beinni útsendingu. Síðasta umferð deildarinnar fer fram í kvöld og þurfa heimamenn í West Bromwich á sigri að halda til að tryggja sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Brentford og Fulham geta bæði náð West Brom og því þurfa lærisveinar Slaven Bilić á öllum þremur stigunum að halda. Brentford mætir Barsnsley og Fulham heimsækir Wigan Athletic. Stöð 2 Sport 3 Við sýnum leik Leiknir Reykjavíkur og Víkings Ólafsvíkur beint. Guðjón Þórðarson er snúinn aftur í þjálfun og mætir með sína drengi frá Ólafsvík í Breiðholtið. Golfstöðin Við sýnum beint frá Betfred British Masters á Evrópumótaröðinni 2020. Hér má sjá það sem er framundan í beinni hjá Stöð 2 Sport. Hér má svo sjá dagskrá Stöðvar 2 Sport í dag sem og aðra daga vikunnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Fótbolti Lengjudeildin Golf Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan Valur tímabundið á toppinn Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Fullkominn bikardagur KA „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Einar Árni verður íþróttastjóri Njarðvíkur Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum KA vann bikarinn í tíunda sinn: Brostum og vissum að það færi í taugarnar á þeim Sjá meira