„Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. júlí 2020 10:30 Kristín opnar sig í viðtali við Sölva Tryggvason. Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona og íþróttakona er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Þessi magnaða kona hefur upplifað ótrúlega hluti á sinni skömmu ævi. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur Kristín komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Kristín ferðaðist um heiminn áður en hún varð tvítug og vann meðal annars sem verktaki í sláturhúsi. Hún segir að örlögin hafi einhvern vegin valdið því að henni hafi verið hent beint út í djúpu laugina í lífinu strax þegar hún var ung. „Ég var svona farandsverkamaður og ég hef farið á alls konar skrýtna staði. Ég fór til dæmis til Falklandseyja þrisvar sinnum og Suður-Ameríku og vann meðal annars í Chile. Á Falklandseyjum var ekki alveg nóg fyrir mig að vinna við að þjálfa fólk í sláturhúsi, svo ég fékk mér líka vinnu á herbar,” segir Kristín í viðtalinu. Það var ekki sjálfgefið að komast til Falklandseyja og meðal annars var flogið með herflugvélum „Ferðalagið tók tvo daga og ég fór frá London með herflugvél, svona stórri, held það sé Hercules og þarna var ég með fullt af hermönnum að fljúga til Falklandseyja. Herflugvélarnar eru mjög hráar og það er rosa mikið pláss og engir skjáir og engar flugfreyjur,” segir Kristín „Á leiðinni lentum við þarna rétt fyrir utan Afríku á eyju sem er bara eldfjall og þetta var rosalega áhugavert. Þegar við lentum á Falklandseyjunum var bara tekin ræða yfir okkur og sagt hvar væru jarðsprengjur, af því að á þessum tíma var Falklandseyjastríðið ekki búið og fólk á mínum aldri man eftir því að hafa verið að skríða undir borð þegar það voru sprengjuárásir frá Argentínumönnum.” Sem ung kona var Kristín alltaf ólík stelpunum í kringum sig og prófaði að æfa bæði box og ólympískar lyftingar, sem á þeim tíma þótti ekki eðlilegt fyrir unga stelpu. Kölluð Caterpillar jarðýtan „Ég var kölluð Caterpillar jarðýtan, en ég eiginlega hætti af því að það var gert svo mikið grín að mér. Ég var mjög sterk, en með rosalega mikla minnimáttarkennd. Ég fór í boxtíma og það var engin stelpa og ég var bara látin sippa úti í horni og var frekar fúl og mætti ekki aftur,” segir Kristín, sem fann ástríðuna fyrir boxinu síðar og hefur nú sem fyrr segir komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í íþróttinni. Kristín Sif hafði búið með unnusta sínum og barnsföður Brynjari Berg Guðmundssyni í nærri tólf ár þegar hún kom að honum látnum á heimili þeirra. Hann hafði þá fallið fyrir eigin hendi. Kristín Sif ákvað strax að halda lífi sínu áfram fyrir sig og börnin sín og hefur hvern einasta dag eftir þetta gert sitt allra besta til að velja að sjá það góða í lífinu. Hún komst nýverið á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og var valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Lokaorð hennar í viðtalinu eru viðeigandi. „Veldu það viðhorf að vera aldrei fórnarlamb, því að þú getur allt.” Í viðtalinu ræða Sölvi og Kristín um ævintýrin á Falklandseyjum, ástríðuna fyrir boxinu, mikilvægi þess að velja rétt viðhorf í lífinu og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira