Bað sendiherra um að útvega klúbbi Trump stórmót í golfi Kjartan Kjartansson skrifar 22. júlí 2020 16:57 Trump forseti við leik á Turnberry-vellinum árið 2018. Rekstur vallarins hefur gengið erfiðlega frá því að Trump keypti hann árið 2014. Sendiherrann á Bretlandi sagði samstarfsmönnum að Trump hefði beðið sig um að kanna hjá breskum stjórnvöldum hvort hægt væri að fá Opna mótið þangað. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra. New York Times segir að Robert Wood Johnson IV, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hafi tjáð fjölda samstarfsmanna sinna í febrúar árið 2018 að Trump hefði beðið sig um að kanna möguleikann á að bresk stjórnvöld gætu fengið Turnberry-klúbbnum hans í Skotlandi réttinn til að halda Opna mótið í golfi, elsta golfmót í heimi og eitt af fjórum risamótum golfsins. Johnson hafi tekið bónina upp við David Mundell, ráðherra málefna Skotlands, skömmu síðar þrátt fyrir að Lewis Lukens, aðstoðarsendiherra, hefði varað Johnson við því að það væri ósiðlegt að Trump nýtti forsetaembættið til að hagnast persónulega. Mundell sagði bandaríska blaðinu að það væri óviðeigandi fyrir sig að ræða samtöl sín við Johnson sendiherra og vísaði til yfirlýsingar bresku ríkisstjórnarinnar um að Johnson hefði ekki sett fram neina ósk um Opna mótið eða annað íþróttamót. Yfirlýsingin svaraði þó ekki hvort að Johnson hefði rætt um Turnberry við Mundell. Líkt og margir aðrir sendiherrar sem Trump hefur skipað er Johnson (t.v.) harður stuðningsmaður forsetans sem lét fé af henda rakna í kosningasjóði hans.Vísir/Getty Sendiráðsliðið slegið Turnberry er einn af þeim völlum sem Opna mótið er reglulega haldið á. Næstu fjögur mót fara fram annars staðar. Klúbburinn er sagður hafa verið rekinn með tapi undanfarin ár og því gæti það haft verulega þýðingu fyrir reksturinn fengi hann til sín stórmótið. Lukens, sem var starfandi sendiherra þar til Johnson tók við í nóvember árið 2017, og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa verið slegnir yfir uppákomunni. Hann lét utanríkisráðuneytið vita. Nokkrum mánuðum síðar bolaði Johnson Lukens úr embætti skömmu áður en skipunartíma hans átti að ljúka. Sem forseti er Trump undanþegin lögum um hagsmunaárekstra sem gera það glæpsamlegt að embættismenn taki þátt í stjórnarathöfnum sem snerta persónulega fjárhagslega hagsmuni þeirra. Stjórnarskrárákvæði bannar þó að forseti þiggi gjafir frá erlendum ríkjum. Yrði Opna mótið haldið í Turnberry þyrftu bresk yfirvöld að greiða kostnað við öryggisgæslu sem gagnaðist fyrirtæki Trump og gæti fallið undir skilgreiningu stjórnarskrárinnar. Blandar saman forsetaembættinu og fyrirtækjarekstrinum Trump hefur samtvinnað viðskiptaveldi sitt og embættissetu á fordæmalausan hátt. Ólíkt fyrri forsetum neitað hann að losa sig út úr rekstrinum og lét þess í stað sonum sínum eftir að stýra því. Forsetinn hagnast áfram persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Um þriðjungi forsetatíðar sinnar hefur Trump svo varið í klúbbum og hótelum í eigu fjölskyldufyrirtækisins og uppsker þannig reglulega umfjöllun um eignirnar. Fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að afla upplýsinga um umfang greiðslna alríkisstjórnarinnar til fyrirtækisins í kringum þær heimsóknir. Í fyrra var Trump gerður afturreka með hugmynd sína um að halda fund G7-ríkjanna í golfklúbbi sínum á Flórída. Bæði demókratar og repúblikanar gagnrýndu áformin sem urðu til þess að Trump ákvað að halda fundinn í Camp David. Honum var á endanum aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar Mike Pence, varaforseti, fór í opinbera heimsókn til Írlands í fyrra vakti gagnrýni að Trump forseti hvatti hann til þess að gista í golfklúbbi sínum í Doonbeg jafnvel þó að hann væri á hinum enda landsins. Var Pence sakaður um að nota heimsóknina til þess að fóðra vasa forsetans. Donald Trump Bandaríkin Golf Skotland Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti bað sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi um að kanna hvort að breska ríkisstjórnin gæti komið því til leiðar að golfklúbbur hans í Skotlandi fengi að halda eitt stærsta golfmót í heimi. Sendiherrann er sagður hafa tekið máli upp við breskan ráðherra. New York Times segir að Robert Wood Johnson IV, sendiherra Bandaríkjanna í Bretlandi, hafi tjáð fjölda samstarfsmanna sinna í febrúar árið 2018 að Trump hefði beðið sig um að kanna möguleikann á að bresk stjórnvöld gætu fengið Turnberry-klúbbnum hans í Skotlandi réttinn til að halda Opna mótið í golfi, elsta golfmót í heimi og eitt af fjórum risamótum golfsins. Johnson hafi tekið bónina upp við David Mundell, ráðherra málefna Skotlands, skömmu síðar þrátt fyrir að Lewis Lukens, aðstoðarsendiherra, hefði varað Johnson við því að það væri ósiðlegt að Trump nýtti forsetaembættið til að hagnast persónulega. Mundell sagði bandaríska blaðinu að það væri óviðeigandi fyrir sig að ræða samtöl sín við Johnson sendiherra og vísaði til yfirlýsingar bresku ríkisstjórnarinnar um að Johnson hefði ekki sett fram neina ósk um Opna mótið eða annað íþróttamót. Yfirlýsingin svaraði þó ekki hvort að Johnson hefði rætt um Turnberry við Mundell. Líkt og margir aðrir sendiherrar sem Trump hefur skipað er Johnson (t.v.) harður stuðningsmaður forsetans sem lét fé af henda rakna í kosningasjóði hans.Vísir/Getty Sendiráðsliðið slegið Turnberry er einn af þeim völlum sem Opna mótið er reglulega haldið á. Næstu fjögur mót fara fram annars staðar. Klúbburinn er sagður hafa verið rekinn með tapi undanfarin ár og því gæti það haft verulega þýðingu fyrir reksturinn fengi hann til sín stórmótið. Lukens, sem var starfandi sendiherra þar til Johnson tók við í nóvember árið 2017, og aðrir starfsmenn sendiráðsins eru sagðir hafa verið slegnir yfir uppákomunni. Hann lét utanríkisráðuneytið vita. Nokkrum mánuðum síðar bolaði Johnson Lukens úr embætti skömmu áður en skipunartíma hans átti að ljúka. Sem forseti er Trump undanþegin lögum um hagsmunaárekstra sem gera það glæpsamlegt að embættismenn taki þátt í stjórnarathöfnum sem snerta persónulega fjárhagslega hagsmuni þeirra. Stjórnarskrárákvæði bannar þó að forseti þiggi gjafir frá erlendum ríkjum. Yrði Opna mótið haldið í Turnberry þyrftu bresk yfirvöld að greiða kostnað við öryggisgæslu sem gagnaðist fyrirtæki Trump og gæti fallið undir skilgreiningu stjórnarskrárinnar. Blandar saman forsetaembættinu og fyrirtækjarekstrinum Trump hefur samtvinnað viðskiptaveldi sitt og embættissetu á fordæmalausan hátt. Ólíkt fyrri forsetum neitað hann að losa sig út úr rekstrinum og lét þess í stað sonum sínum eftir að stýra því. Forsetinn hagnast áfram persónulega á rekstri fyrirtækjanna. Um þriðjungi forsetatíðar sinnar hefur Trump svo varið í klúbbum og hótelum í eigu fjölskyldufyrirtækisins og uppsker þannig reglulega umfjöllun um eignirnar. Fjölmiðlum hefur gengið erfiðlega að afla upplýsinga um umfang greiðslna alríkisstjórnarinnar til fyrirtækisins í kringum þær heimsóknir. Í fyrra var Trump gerður afturreka með hugmynd sína um að halda fund G7-ríkjanna í golfklúbbi sínum á Flórída. Bæði demókratar og repúblikanar gagnrýndu áformin sem urðu til þess að Trump ákvað að halda fundinn í Camp David. Honum var á endanum aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Þegar Mike Pence, varaforseti, fór í opinbera heimsókn til Írlands í fyrra vakti gagnrýni að Trump forseti hvatti hann til þess að gista í golfklúbbi sínum í Doonbeg jafnvel þó að hann væri á hinum enda landsins. Var Pence sakaður um að nota heimsóknina til þess að fóðra vasa forsetans.
Donald Trump Bandaríkin Golf Skotland Tengdar fréttir Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54 Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31 Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54
Fyrirtæki Trump hefur fengið meira en 140 milljónir frá skattgreiðendum Bandaríska alríkisstjórnin hefur greitt fyrirtæki Donalds Trump forseta og æðsta stjórnanda hennar að minnsta kosti rúmlega 140 milljónir króna fyrir gistingu á hótelum og klúbbum hans frá því að Trump tók við embætti fyrir rúmum þremur árum. Útgjöldin tengjast nær öll ferðalögum Trump, fjölskyldu hans og æðstu embættismanna. 14. maí 2020 22:54
Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Alríkisstjórnin sem Donald Trump stýrir hefur greitt fyrirtæki í hans eigu jafnvirði tuga milljóna króna. Greiðslur vegna gistingar fyrir lífverði forsetans eru mun hærri en sonur forsetans hefur fullyrt að fyrirtækið rukki. 6. mars 2020 11:31
Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur þurft að greiða fyrirtækjum Trump forseta háar fjárhæðir vegna öryggisgæslu á tíðum ferðum hans í eigin klúbba og hótel. 10. febrúar 2020 16:00