Kim tjáir sig um andleg veikindi Kanye Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2020 22:43 Kim og Kanye eru hjón. Pierre Suu/Getty Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Athafnakonan, fyrirsætan og leikkonan Kim Kardashian West hefur nú tjáð sig um andleg veikindi eiginmanns síns, rapparans og tískumógúlsins Kanye West. Hann hefur nýverið farið mikinn á samfélagsmiðlum og er í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna. Kardashian West birti skilaboð til fylgjenda sinna á Instagram þar sem hún ræddi veikindi eiginmanns síns. „Eins og mörg ykkar vita er Kanye með geðhvarfasýki (e. bipolar disorder). Hver sá sem glímir við slíkt eða á ástvin sem gerir það, veit hversu flókið og sárt það getur verið að skilja slíkt. Þá sagði hún Kanye vera „bráðsnjalla en flókna manneskju“ og að „orð hans rímuðu ekki alltaf við það sem hann meinar.“ Kardashian West hefur ekki áður tjáð sig opinberlega um veikindi eiginmannsins og segir það meðal annars vera vegna barna þeirra hjóna og réttar Kanye til friðhelgi einkalífs þegar kæmi að heilsu hans. „En í dag finnst mér ég þurfa að segja eitthvað vegna þeirrar skammar og þess misskilnings sem fylgja geðrænum veikindum. Fólk sem þekkir geðræn veikindi eða áráttuhegðun veit hversu valdalitlar fjölskyldur eru nema viðkomandi sé undir lögaldri.“ Hún sagði þá fólk sem ekki þekkti til geta verið dómhart og skilningslaust og að það áttaði sig ekki á því að sá sem þjáist af geðrænum veikindum verði sjálfur að leita sér hjálpar, sama hvað fjölskylda þeirra og vinir reyni að gera til þess að grípa inn í. Kim segir Kanye vera bráðgáfaða en flókna manneskju.David Crotty/Getty Biður um skilning og samúð Þá sagði hún eiginmann sinn oft verða fyrir mikilli gagnrýni þar sem hann væri opinber persóna og gjörðir hans ættu það til að vekja upp sterkar skoðanir og tilfinningar. Hún biðlaði þá til fólks að sýna skilning og samúð. „Hann er bráðgáfuð en flókin manneskja sem, auk pressunnar sem fylgir því að vera listamaður og svartur maður, upplifði sársaukafullan móðurmissi og þarf að vinna úr þrýstingnum og einangruninni sem magnast upp af geðhvarfasýkinni.“ Eins sagði hún að fólki væri oft tíðrætt um að gera umræðu um geðræn vandamál hærra undir höfði, en að veita þyrfti fólkinu sem þjáist af þeim meiri stuðning, sérstaklega á þeim stundum sem það þarf mest á honum að halda. „Ég bið fjölmiðla og almenning um að veita okkur þá samúð og þann skilning sem við þurfum svo við komumst í gegn um þetta.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira