Íslenski boltinn

Ó­sáttur með frammi­stöðu Ívars: „Ætlar ekki að taka neinn séns eftir síðustu hörmung“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jóhannes Valgeirsson, til vinstri, og Ívar Orri Kristjánsson, til hægri.
Jóhannes Valgeirsson, til vinstri, og Ívar Orri Kristjánsson, til hægri.

Einn besti dómari Íslands á árum áður, Jóhannes Valgeirsson, hefur verið duglegur að gagnrýna íslenska dómara í upphafi móts og það hélt áfram í gær.

Jóhannes, sem var m.a. valinn besti dómari Íslands árið 2008, gagnrýndi í gær frammistöðu Ívars Orra Kristjánssonar sem dæmdi leik FH og KA.

„Ívar Orri búinn að ákveða að þessi leikur skuli vera steindauður og flautar á allt sem hreyfist. Hann ætlar ekki að taka neinn séns eftir sína síðustu hörmung. Í gamla daga var þetta kallað að taka “Árna Ara” á þetta. Árni var stressaður í prófleik og þá var þetta góð leið .....,“ skrifaði Jóhannes.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Jóhannes var ósáttur með flæðið í leiknum. Hann sagði að Ívar Orri vildi væntanlega ekki neinar áhættu eftir sína síðustu hörmung.

Átti Jóhannes þar af leiðandi við leik Breiðabliks og Vals sem Ívar Orri dæmdi í síðustu umferð en ansi mörg umdeild atvik voru í þeim leik. Þó er talið, af margra mati, að Ívar Orri hafi náð flestum ákvörðunum réttum í þeim leik.

„Varla vantar “reynslu í bakpokann” þarna er það?“ bætti Jóhannes svo við.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×