Guðmundur vill losna við „leiðindareglu“ úr handboltanum Sindri Sverrisson skrifar 23. júlí 2020 17:30 Guðmundur Guðmundsson íbygginn á svip á leik íslenska landsliðsins. VÍSIR/GETTY Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur. Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands í handbolta, er á meðal þeirra sem harma breytingu sem gerð var á reglum handboltans fyrir nokkrum árum. Hann vill gera íþróttina meira aðlaðandi með reglubreytingu. Reglan sem um ræðir er sú að lið megi skipta markverði út fyrir aukasóknarmann, án þess að sá leikmaður þurfi að klæðast sérstöku vesti til aðgreiningar frá öðrum leikmönnum. Breytingin auðveldar þannig liðum til dæmis að sækja á sjö mönnum gegn sex varnarmönnum, eða að vera með sex leikmenn í sókn þó að leikmaður í liðinu hafi fengið tveggja mínútna brottvísun. Guðmundur tók ásamt fjölda annarra þjálfara þátt í könnun þýska tímaritsins Handballwoche um álit manna á reglunni og var yfirgnæfandi stuðningur við að breyta henni. Guðmundur var spurður hvort hann teldi handboltann meira aðlaðandi með því að hafa regluna í gildi: Leikurinn leiðinlegri fyrir áhorfendur „Nei, svo sannarlega ekki. Það sem við misstum til að mynda eru varnarafbrigði eins og 5-1, 3-2-1 og 3-3, sem er ekki mögulegt að nota gegn sjö manna sókn. Líf þjálfarans er einfaldað: Ef að liðið hans getur ekki spilað gegn framliggjandi vörn þá spilar hann bara með sjö gegn sex. Sóknirnar verða minna heillandi og einfaldari. Ef að rýnt er í leikina þar sem menn beita „7 á 6“ þá sést að sóknirnar eru alltaf eins – það verður meira um endurtekningar og leikurinn verður leiðinlegri fyrir áhorfendur,“ segir Guðmundur, og er harður á því að handboltinn hafi breyst til hins verra með reglunni. „Já, því með reglunni hefur ýmislegt verið tekið úr handboltanum. Tveggja mínútna brottvísun hefur til dæmis engin áhrif því það er hægt að setja strax aukasóknarmann inn,“ segir Guðmundur. Portúgal getað nýtt sér regluna vel Guðmundur er þjálfari Melsungen auk þess að stýra íslenska landsliðinu, og er spurður hvernig hann hafi breytt leikstíl sinna liða vegna reglunnar: „Auðvitað veltur það á því hvaða liði maður mætir. Nú þarf maður að þjálfa aðra þætti en áður, til að mynda að skora í tómt mark af löngu færi. Og sem landsliðsþjálfari hefur maður alltaf lítinn tíma til undirbúnings, og þann tíma vil ég nota til að einblína á aðra þætti. En Portúgal hefur til dæmis hagnast gríðarlega á því að FC Porto (þar sem margir landsliðsmenn Portúgals spila) spilar mjög mikið með 7 gegn 6 og það færði liðinu forskot til að komast svona langt á EM,“ sagði Guðmundur. „Að mínu mati ætti að hætta með þessa reglu, því þá yrði handboltinn meira aðlaðandi á ný, með miklum hreyfingum á mönnum, 1 á 1 leikstöðum og fjölbreyttari varnarleik. Fyrri staða, þar sem aukamaður klæddist vesti, gekk hins vegar ekki heldur,“ sagði Guðmundur.
Handbolti Tengdar fréttir Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00 Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00 Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Gummi Gumm gæti mætt á Hlíðarenda í lok ágústmánaðar Fyrsta umferð nýrrar Evrópudeildar í handbolta fer fram í lok ágústmánaðar. Þar verða Valsmenn ásamt mörgum öðrum Íslendingaliðum. 20. júlí 2020 23:00
Guðmundur kveðst hálfnaður með landsliðið: „Menn héldu að ég yrði íhaldssamur“ „Ég er búinn að sjá liðið taka nokkur mikilvæg framfaraskref og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu, og þess vegna hef ég áhuga á því að halda áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson sem á í viðræðum við HSÍ um framlengingu á samningi sínum sem landsliðsþjálfari karla í handbolta. 30. apríl 2020 19:00
Guðmundur áfram með Melsungen Guðmundur Guðmundsson stýrir þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen að minnsta kosti út næsta tímabil. 3. apríl 2020 09:46
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti